Bók 1: Gísli á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur

gisliÞessi bók var stutt og auðveld lesning. Hún segir okkur frá ævi Gísla, frá blautu barnsbeini og til dauða hans.

Bókin er skemmtilega sett upp með myndum sem blandast við textann en innihaldið mætti vera kjötmeira.

Það var samt mjög áhugavert að lesa um ævi Gísla, hvernig einstaklingur getur lifað svo einangruðu lífi. Mjög sorglegt líka, að sjálfsögðu. Einangrun hans virðist hafa komið til af einelti sem hann mátti þola þann stutta tíma sem hann gekk í skóla en einnig af hlýðni við mömmu sína sem vildi greinilega helst bara hafa hann heima og bannaði honum að elta stelpu sem hann var skotinn í útúr sveitinni.

Það var eitt sem böggaði mig stundum og það var að höfundur gefur sér ýmislegt um innri hugarheim Gísla sem hún getur ekki mögulega vitað. Hugsanir sem hún gefur honum jafnt og tilfinningar taka mann út úr forminu og það er eins og hún hafi ekki alveg getað ákveðið sig hvort þetta ætti að vera hrein eða skálduð ævisaga.

Það hefði verið mjög gaman að fá aðeins dýpri innsýnir í líf Gísla en á heildina litið er bókin skemmtileg og fljótleg aflestrar.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s