Bók 2: Sweet Tooth eftir Ian McEwan

sweet toothÞetta er nýjasta bókin eftir Ian McEwan sem er hvað frægastur fyrir Atonement enda var hún gerð að kvikmynd en hann hefur einnig unnið Booker verðlaunin fyrir stuttu skáldsöguna Amsterdam. Ég er hrifin af flestu sem McEwan skrifar og var því spennt að lesa þessa.

Bókin gerist á áttunda áratugnum í Englandi, að mestu í London og Brighton. Hún fjallar um unga konu, Serenu Frome sem er ráðin í leyniþjónustuna í Bretlandi. Hún vinnur fyrst sem ritari en er síðan fengin í verkefni sem ber heitið Sweet Tooth og snýst um að halda uppi rithöfundum sem eru líklegir að skrifa bækur á móti kommúnisma. Einn rithöfundurinn á að vera skáld og þar sem Serena les mikið af skáldsögum er hún fengin til að sjá um hann. Rithöfundurinn má samt að sjálfsögðu ekki vita að hann sé að fá pening frá leyniþjónustunni og heldur að Serena vinni fyrir listasjóð sem flækir málin þegar þau verða ástfangin.

McEwan skrifar Serenu Frome sem frekar heimskan leiksopp annara valda. Hún berst með straumnum og þó að hún lesi mikið gerir það hana ekki klára þar sem hún les bækurnar svo hratt að hún man varla neitt eftir þeim þegar hún er búin. Auk þess les hún mest bækur eftir léttvæga/”ómerkilega” rithöfunda. Ég hef heyrt það í gagnrýni um þessa bók að með þessu sjáist hvaða tillit McEwan hefur til kvenkyns lesenda sinna og að bókin hafi gert gagnrýnandann mjög pirraðan á meðan hann las (sjá gagnýni á NPR). Þetta truflaði mig samt ekki þar sem það kemur í ljós í lok bókar hver ástæðan er fyrir þessu með stórri fléttu (er það ekki annars íslenska orðið fyrir “twist”?) svo manni langar næstum að byrja aftur á bókinni frá byrjun.

Mér fannst bókin skemmtileg og auðveld lesning. Það var gaman að týna sér í London áttunda áratugarins og ég reyndi að pirra mig ekki of mikið á því hvernig McEwan skrifaði aðalsöguhetjuna af því að ég hafði heyrt af fléttunni í lokin sem ég vonaði að myndi útskýra það eða milda. Sem hún og gerði svo ég var ánægð og myndi mæla með bókinni.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s