Bók 3: Dager i stillhetens historie eftir Merethe Lindstrøm

lindstrom_dager-i-stillhetens-historie_webÞessi bók fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2012 en ég veit ekki hvort sé búið að þýða hana yfir á íslensku. Mér finnst eiginlega hálf furðulegt ef það er ekki búið en ég finn engar upplýsingar um íslenska útgáfu með stuttri google-leit.

Bókin fjallar um eldri hjón og hvernig atburðir í fortíð þeirra hafa haft áhrif á þau eins og þau eru núna. Hún er sögð frá sjónarhorni konunnar, Evu, og byrjar þegar hún er farin að lifa æ meira í þögninni þar sem maðurinn hennar er samasem hættur að tala. Við komumst að því að hann er gyðingur sem flúði til Noregs með fjölskyldu sinni í seinni heimsstyrjöldinni og hefur þurft að horfa uppá marga ættingja sína hverfa.

Mér finnst eins og þögnin sé þema sem búið er að meðhöndla mjög mikið í öðrum bókum, sem og seinni heimstyrjöldin og gyðingar í felum. Vegna þessa upplifði ég bókina ekki sem frumlega og frekar sem örlítið endurtekningarsama. Tungumálið er samt flott, bókin er mjög lágstemmd en vekur þrátt fyrir allt með manni forvitni, það eru einhver leyndarmál sem þau hjónin búa yfir sem við fáum ekkert að vita strax.

Þetta er bók sem þú lest, ekki beinlýnis til að skemmta þér, heldur til þess að finnast sem þú sért að upplifa Bókmenntir (með stóru B-i). Fín sem slík en ekki mitt uppáhald.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s