Bók 4: Wonderstruck eftir Brian Selznick

9780545027892_custom-643485512fa2323349754b08d75867c74ad6e370-s6-c10Þetta er bók númer tvö eftir höfund The Invention of Hugo Cabret, en Martin Scorsese gerði einmitt myndina Hugo eftir henni. Þá bók las ég í fyrra.

Bækur Selznick eru samblanda af heilsíðu blýantsteikningum og texta sem spannar síðurnar á milli og eru því mjög óvenjulegar í uppsetningu. Sögurnar eru sakleysislegar og segja frá börnum og ævintýrunum sem þau lenda í.

Þessi bók segir tvær sögur sem sameinast í lokin í eina. Önnur sagan, saga af heyrnalausri stelpu á þriðja áratugnum, er sögð einungis í teikningum. Hin sagan, saga af ný-munaðarlausum dreng og leit hans að föður sínum á áttunda áratugnum, er sögð einungis í textanum.  Sögurnar fléttast saman, heyrnaleysi og náttúrugripasafnið í New York (Museum of Natural History) eru sameiginlegir þættir og í lokin koma þær svo loks saman og þá fáum við teikningar af drengnum og texta um heyrnalausu stúlkuna.

Teikningarnar eru mjög fallegar og lifandi, maður getur alveg týnt sér í þeim að skoða hin ýmsu smáatriði í þeim. Sagan er sæt og skemmtileg aflestrar en ekkert mikið meira en það. Ég verð að viðurkenna að ég las fyrstu bók Selznicks, The Invention of Hugo Cabret, útaf því að ég hafði heyrt um kvikmyndaútgáfuna og svo las ég þessa bók af því að ég hafði lesið þá fyrri. Bækurnar eru frekar ætlaðar yngri lesendum og því kannski ekkert að marka að ég hafi ekki verið að missa mig yfir þeim.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s