Bækur ársins 2012. Tölfræðin

Eins og ég hef sagt áður las ég 53 bækur í fyrra. Mér datt í hug að taka aðeins saman tölfræðina yfir þær og notaði til þess uppáhalds verkfærið mitt, excel!

Bækur 2012 lond

Ég las 32 bækur á ensku hvoraf allar nema tvær voru eftir bandaríska eða breska rithöfunda. Tvær eftir Japana (samt lesnar á ensku), tólf bækur las ég á íslensku og níu á norsku.

Bækur 2012 kyn

Ég las 27 bækur eftir konur og 26 eftir karlmenn

Ég er nú bara frekar stolt af því hvernig þetta skiptist eftir kynjum. Ég hef séð marga tala um það á netinu, helst konur, að þær vilji lesa meira eftir kvenkyns rithöfunda af því að það virðist halla á þær í bókmenntaheiminum eins og víðar. Ég var ekkert sérstaklega að spá í kyni höfundar á árinu sem leið en las samt, alveg óvart, meira eftir konur er menn.

Ég las líka 12 bækur á íslensku sem er 23% allra bókanna sem ég las, nokkuð gott miðað við að á árinu var ég í heild einungis í þrjár vikur á Íslandi. Þarna kemur að vísu sterk inn íslenska deildin á Deichmanske bókasafninu hér í Osló.

Bráðum ætla ég svo að taka saman mest og minnst uppáhalds bækur mínar af þessum 53, hverjar er ég enn að hugsa um og hverjar voru algerlega gleymanlegar.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s