Bók 5: Joseph Anton. A Memoir eftir Salman Rushdie

data

Mér var að detta í hug að það gæti verið ágæt regla að byrja umfjöllun mínar um bækur á því að segja frá því hvernig ég fann þær eða af hverju ég ákvað að lesa þær.

Ég heyrði viðtal við Salman Rushdie í sambandi við útgáfu þessarar bókar á hlaðvarpinu NPR Books en þar eru vikulega teknar saman helstu umfjallanir um bækur frá bandarísku útvarpsstöðinni NPR eða National Public Radio. 

Í bókinni skrifar Rushdie endurminningar sínar frá þeim tíma sem hann var í felum vegna dauðadóms sem hann fékk á sig frá íslömskum öfgatrúarmönnum í kjölfar útgáfu bókar hans Söngvar satans eða The Satanic Verses. Joshep Anton var dulnefnið sem hann tók upp á þessum tíma og setti hann það saman úr nöfnum tveggja rithöfunda, Joseph eftir Joseph Conrad en Anton frá Anton Chekhov.

Ég er búin að kvíða því svolítið að skrifa niður hugleiðingar mínar um þessa bók. Það er erfitt að gera það á stuttan og hnitmiðaðan máta. Hún er nefninlega frekar löng, hátt í 700 blaðsíður, og segir mjög ítarlega frá lífi hans í felum og pólitíska umhverfinu í kringum þann tíma.

Það hafa að sjálfsögðu allir sína skoðun á Rushdie, fæstum finnst það réttlætanlegt að drepa mann útaf skoðunum sínum en sumum finnst að hann hafi getað verið auðmjúkari og þannig bundið enda á ofsóknirnar á sig fyrr. Ofsóknirnar höfðu nefninlega áhrif á mun fleiri en bara hann, t.d. útgefendur hans og þýðendur, en einn þýðandinn hans var m.a. drepinn og útgefandi hans í Noregi skotinn en lifði fyrir ótrúlega heppni af. Rushdie stóð samt fastur á sínu nánast allan tímann, að rétt skyldi vera rétt og að það mætti ekki leyfa kúgurunum að sigra. Það sló mig að meðal þeirra múslima sem töldu rétt að taka Rushdie af lífi var listamaðurinn sem kallaði sig áður Cat Stevens en núna Yusuf Islam.

Mér fannst mjög áhugavert að lesa um einkalífið hans á þessum tíma, hann er að ala upp son sinn með fyrrverandi konu sinni ásamt því að skilja við konu númer tvö, giftast aftur og eignast annan son, skilja svo við þá konu og giftast í fjórða sinn. Leynilögreglumennirnir sem þurftu að búa heima hjá honum lengst af og samskipti hans við þá var líka gaman að lesa um sem og við góða vini hans, sem eru margir hverjir þekktir úr bókmenntaheiminum. Það var líka gaman að lesa um það hvernig hann skrifaði bækurnar sínar, hver var kveikjan að þeim og hvernig hann fléttaði marga ólíka þætti saman til að mynda söguþráðinn í t.d. Söngvum satans. Þetta er mjög góð bók og vekur upp mörg umhugsunarefni hjá lesandanum. Það er alltaf gaman að lesa þannig bækur, sem skilja eftir sig spurningar og vangaveltur.

Það hefur lengi verið takmark hjá mér að reyna að lesa meira „non-fiction“ (er íslenska hugtakið ekki „fræðibókmenntir og bækur almenns efnis“, frekar mikil langloka). Í fyrra las ég fjórar svoleiðis. Það sem af er árinu 2013 er ég þegar búin að lesa tvær, þessa og bókina um Gísla á Uppsölum. Tölfræðilega stend ég mig því vel.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s