Bók 6: Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur

ÓsjálfráttÓsjálfrátt var með vinsælli bókum í jólabókaflóðinu 2012 og ég hef lesið Fólkið í kjallaranum eftir Auði sem ég var mjög hrifin af. Þess vegna tók ég upp þessa.

Bókin fjallar um Eyju sem er ung og gift manni sem er á aldur við móður hennar. Hann er alkóhólisti og gerir hana ekki hamingjusama. Henni langar til þess að skrifa en hefur hingað til ekkert gefið út fyrir utan eitt viðtal við nektardansmey. Mamma hennar sem er líka alki er rosalega hæfileikaríkur penni en er hætt að skrifa.

Maður áttar sig fljótt á því við lesturinn að sagan er meira en lítið sjálfsævisöguleg. Samt er aðalsöguhetjan, Eyja, í svo miklu rugli og tekur svo mikið af lélegum ákvörðunum. Ef þetta er allt sjálfsævisögulegt, ekki bara hlutarnir þar sem hún talar um fjölskylduna sína, afann sem er þjóðarskáld og ömmuna með sama nafn og hún sjálf, þá hefur hún ótrúlegan hæfileika fyrir því að sjá sjálfa sig og mistök sín með fjarlægð.

Eyja fær að lokum tækifæri til að skrifa fyrir tilstilli mömmu sinnar og frænku, með góðri hjálp frá ömmunni. Hún fer með frænkunni til Svíþjóðar þar sem hún á að hjálpa til við rekstur sumarbúða. Tilgangur kvennanna í fjölskyldunni með þessu var ekki einungis að hjálpa henni að skrifa heldur líka að losa hana við eiginmanninn sem hana skortir viljan eða áræðnina til að gera sjálf.

Bókin gefur manni skemmtilega innsýn inn í skrif og líf rithöfunds. Hún er mjög hreinskilin og líka fyndin á köflum. Fjölskyldusagan sem er samofin sögunni um Eyju er líka mjög áhugaverð, sérstaklega fyrir að vera um þessa landsþekktu fjölskyldu. Mér líkaði auk þess mjög vel við röddina í þessari bók, hún er viðkunnarleg þó svo að manni finnist Eyja oft ekki nógu dugleg að standa á sínu. Væri hægt að kalla hana skemmtilega gallaða og mannlega, og það er náttúrlega eins og persónusköpun gerist best.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s