Bók 7: The Snow Child eftir Eowyn Ivey

snow-childÞessa bók las ég um á bresku bókabloggi einu Savidge Reads en Simon Savidge sem rekur það var alveg sérstaklega hrifinn af henni. Þar sem við deilum ást á Daphne Du Maurier ákvað ég að skella mér á þessa og fékk mér hana á Kyndilinn.

Sagan gerist í Alaska á þriðja áratug síðustu aldar meðal amerískra frumbyggja sem eru að reyna að rækta landið og lifa af því. Stærstur hluti frásagnarinnar fer fram að vetri til, en þó yfir marga vetur sem spanna allavega tíu ár.

Hjón nokkur sem komin eru á miðjan aldur og hafa alltaf þráð að eignast barn búa til lítinn snjókarl sem þau ákveða að sé stelpa og klæða í vettlinga og trefil. Um nóttina hverfur snjókarlinn ásamt vettlingunum og treflinum en spor liggja í burtu frá honum og inní nærliggjandi skóg. Uppúr þessu fara þau af og til að taka eftir lítilli stúlku í skóginum, alltaf í fjarlægð og í fylgd með litlum ref. Þau þora engum að segja frá þessu enda er ekki á hreinu hvort stúlkan er raunveruleg. Eiga þau að hafa áhyggjur af litlu stúlkubarni, einu á flakki um skóginn um hávetur, eða kannski frekar af sinni eigin geðheilsu?

Þetta er sæt ævintýrasaga sem er alveg fullkomin að lesa yfir svartasta veturinn. Ég las hana í smáum skömmtum í lestinni til og frá vinnu en hún væri auk þess tilvalin sunnudagslesning á köldum vetrardegi þegar veðrið er of leiðinlegt til þess að fara út úr húsi.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s