Bók 8: Reykjavíkurnætur eftir Arnald Indriðason

ReykjavíkurnæturNýjasti krimminn frá Arnaldi. Góður vinur gaf mér þessa þegar við vorum á Íslandi um jólin, hann var búinn að lesa hana sjálfur vildi miðla henni áfram.

Þetta er saga sem segir frá fyrsta málinu hans Erlendar sem Arnaldur hefur skrifað um áður og þarf vart að kynna. Hann leysti máilið á meðan hann var ennþá að vinna í umferðarlögreglunni og þannig segir bókin frá því hvernig hann varð rannsóknarlögga. Málið sem hann er að rannsaka er morð á róna sem er búið að afgreiða sem slys. Honum finnst eins og meira búi að baki og fer á snoðirnar.

Ég er enginn gríðarlegur krimmaaðdáandi þó að ég lesi þá alveg inn á milli, svo ég er kannski ekki svo dómbær á þessa bók. Kannski var hún aðallega skrifuð fyrir þá sem þekkja Erlend út og inn og hafa áhuga á að vita meira um baksöguna hans. Morðið sem slíkt sem hann er að rannsaka í bókinni er ekki áhugavert né spennandi. Þetta var ósköp ágæt létt lesning á milli lengri og þyngri bóka.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s