Bók 9: Mythago Wood eftir Robert Holdstock

Mythago-WoodÞessari bók mælti sambýlismaður minn með en hann les mikið af fantasy bókum.

Bókin gerist í Herefordshire á Englandi á fimmta áratug 20 aldarinnar. Stephen Huxley snýr aftur á ættaróðalið frá stríðinu. Þar er bróðir hans fyrir en hann hverfur svo fljótlega inn í nærliggjandi skóg, Ryhope skóginn. Það kemur í ljós að skógurinn er töfrum gæddur og fullur af svokölluðum „mythagos“ en þeir eru holdgervingar ævintýrapersóna. Stephen verður ástfanginn af einum mythagoinum, Guiwenneth og þau taka upp samband. Þegar Guiwenneth hverfur svo líka inn í skóginn þarf Stephen að halda inn á eftir henni til að reyna að bjarga henni.

Bókin kom út árið 1984 og mér fannst hún svolítið skemmtilega gamaldags. Guiwenneth er frekar týpisk „damsel in distress“ eða, á íslensku, „hjálparlaus kona í vandræðum“ og hefur ekki mikla dýpt en þetta er enda ekki hennar saga. Ég hlustaði á þessa bók sem hljóðbók og það var mjög róandi að hlýða á breskuna í þeim sem las hana, ef ekkert annað. Krúttleg ævintýrasaga en ég veit ekki hvort ég hef áhuga á að lesa fleiri bækur í seríunni sem þessi var upphafið að, hún greip mig ekki það mikið.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s