Bók 10: It eftir Stephen King

IT coverÉg hef lengi verið hrifin af sögum Stephen King og lesið margar af hans bókum. Þær voru fyrstu „fullorðinsbækurnar“ sem ég las og jafnframt fyrstu bækurnar sem ég las á ensku. Ég hafði séð mini-seríuna sem gerð var eftir þessari bók með Tim Curry í aðalhlutverki þegar ég var unglingur ég man eftir því að mér fannst hún rosalega góð og ógnvekjandi. Þá hlaut auðvitað bókin að vera betri, er það ekki?.

Ég hlustaði á bókina sem hljóðbók, hélt að hún yrði ágæt stemmningsbók yfir svörtustu vetrardagana. Það hefur eitthvað með upplifun mína af bókinni að gera að ég hlustaði á hana frekar en að lesa en ég kem að því á eftir.

Eins og flestar bækur Stephen King gerist þessi í smábæ í Maine fylki Bandaríkjanna. Hún segir frá vinahópi og hvernig þessir vinir, sex strákar og ein stelpa, bjarga íbúum bæjarins tvisvar frá ógn, fyrst þegar þau eru börn og svo aftur 27 árum seinna. Ógnina, sem stafar frá Því eða It, sigra þau með því að „standa saman“ og „halda í sakleysið og barnlega trúnna“, þ.e. með því að trúa því að þau geti það þá geta þau það. Mjög frumlegt.

Sagan er sögð á frekar ruglingslegan hátt þar sem frásögnin frá hetjudáðinni sem vinirnir unnu sem börn er samofin þeirri úr nútímanum (eða 1985) þegar þau snúa aftur til að endurtaka leikinn. Kaflarnir hoppa fram og til baka og stundum er maður svolitla stund að átta sig á því hvort tímabilið er um að ræða. Kannski er það þeim sem les hljóðbókina að kenna þar sem hann breytti rödd sinni mjög lítið til að greina á milli barna- og fullorðins útgáfa af persónunum.

Stephen King hefur einn stóran galla á sér sem rithöfundur og gallinn er sá að hann getur verið ansi langorður og eins og hann annað hvort sé ekki með nógu góðan ritstjóra eða hann sé bara kominn á það stig að þurfa ekki að hlusta á svoleiðis fólk en allavega er eins og hann gleymi sér oft í löngum hliðarsporum útfrá sögunni. Til dæmis þarf hann að segja okkur nákvæmlega frá þakinu sem rifnaði ofan af bankanum í óveðrinu sem geysaði á meðan vinirnir voru niðri í holræsinu, hvar peningarnir enduðu sem fuku og hvaða áhrif þeir höfðu á þann sem fann þá. Án þess að þetta hafi neina þýðingu fyrir söguna! Og bókin er meira en þúsund blaðsíður! Ekki segja mér að það hafi ekki verið hægt að skera eitthvað af þessu niður.

Það var fleira við bókina sem truflaði mig en ég ætla bara að minnast á eitt til viðbótar. Í sögunni sem gerist þegar vinirnir voru börn endar eina stelpan í hópnum með því að stunda kynlíf með öllum strákunum, einum á eftir öðrum á meðan hinir bíða hjá, að vísu í algeru myrkri og þess vegna án þess að sjá neitt, og þessu er öllu lýst mjög nákvæmlega! Og af hverju var hún að þessu? Ég náði því engan vegin, eitthvað með að hjálpa þeim að rata aftur út úr holræsunum sem þau voru í. Þarna fannst mér eiginlega eins og King væri að fá útrás fyrir einhverja óra frekar en að leggja neitt til sögunnar.

Ég var semsagt ekki hrifin af þessari. Heimskuleg, langdregin og uppgjörið við skrímslið í lokin uppfylti ekki væntingar. Ég var heldur ekki hrifin af persónusköpuninni eða persónuþróuninni á margan hátt en ætla ekki að fara meira útí gallana á þessari bók. Hún var allavega ekki góð. Látum þar við sitja.

Lengsti pósturinn minn hingað til og neikvæðasti líka. Það er oft auðveldara að segja eitthvað neikvætt en jákvætt.

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Bók 10: It eftir Stephen King

  1. Vá hvað ég er sammála þér með hvað Stephen King kann að teygja lopann. Er eiginlega búinn að gefast upp á honum eftir að hafa lesið the Stand. Þar blæs hann söguna út í það óendanlega.

  2. Bakvísun: Bók 44: Doctor Sleep eftir Stephen King | Elísabet les

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s