Bók 11: Undantekningin eftir Auði Övu Ólafsdóttur

undantekninginÞetta er fyrsta bókin sem ég les eftir Auði Övu en eftir hana er ég spennt að lesa meira. Ég bað um hana í jólagjöf vegna þess að hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og mér fannst söguþráðurinn hljóma áhugaverður.

Það er erfitt að lýsa þessari bók í stuttu máli þar sem hún er ekki hrein og bein saga. Hún er saga um sögu sem fjallar um skáldskapinn sjálfan.

Á yfirborðinu er sagan mjög áhugaverð, eins og áður sagði: Karlmaður segir eiginkonu sinni til ellefu ára og móður barna sinna á gamlárskvöld að hún sé undantekningin í hans lífi og í rauninni sé hann meira gefinn fyrir karlmenn. Hann er að fara frá henni fyrir samstarfsmann sinn og nafna.

Það hefur nær allt þýðingu í þessari bók, eins og nafnið á manninum, Flóki, og sérsvið hans sem er í óreiðukenningunni. María, undantekningin hans, vinnur við hjálparstarf og er þannig tákngerving móðurinnar og verndarans. Vinkona og sérlegur ráðgjafi Maríu heitir Perla og er sálgreinir og glæpasagnarithöfundur, hún býr í kjallaranum. Táknar hún undirmeðvitundina sjálfa en einnig er hún fulltrúi rithöfundarins og kemur með margar perlur (haha) um skáldskapinn.

Ég vil eiginlega ekki segja of mikið um þessa bók. Það er lang best að fá að upplifa hana sjálfur og láta hana koma sér á óvart í leiðinni, hvernig hún dansar á mörkum þess og hoppar fram og til baka yfir mörkin að vera „meta“ (veit ekki hvert hugtakið er á íslensku en það þýðir allavega að fjalla um sjálfa sig, skáldsaga um skáldskap). Ég mæli eindregið með henni og þykir miður að hún hafi ekki unnið Íslensku bókmenntaverðlaunin en ég get nú samt ekki dæmt þar sem ég er ekki búin að lesa Illsku eftir Eirík Örn, hún situr uppí hillu og bíður þolinmóð eftir að ég taki sig upp.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s