Bók 12: Bring Up the Bodies eftir Hilary Mantel

33.Hilary Mantel-Bring up the BodiesÞessi bók vann Man Booker verðlaunin í 2012. Bókin er bók númer tvö í því sem á að enda með að verða þríleikur um Thomas Cromwell og ég las einmitt fyrri bókina, Wolf Hall, líka. Sú bók hlaut einnig Booker verðlaunin.

Bókin segir okkur frá tímabili í ævi Thomas Cromwell, umdeilds aðalráðherra eða -ráðgjafa Hinriks áttunda Englandskonungs, en saman munu bækurnar þrjár segja frá uppgangi og að lokum falli hans. Í þessari bók, miðju bókinni, er hann á hápunkti velgengni sinnar. Hinrik er giftur Anne Boleyn í upphafi bókar en er að reyna að losa sig úr því hjónabandi svo hann geti gifst Jane Seymour. Til þess þarf hann Cromwell til að hjálpa sér.

Þetta hljómar kannski ekki mjög áhugavert en Mantel tekst að skrifa það þannig að maður sekkur alveg inní þennan heim og gleymir því að maður veit alveg hvernig hlutirnir enda, þ.e. með höfuðslausri Anne. Tungumálið er mjög skemmtilegt, gamaldags en samt ekki of þungt. 

Í fyrri bókinni í þessari seríu, Wolf Hall, hafði Mantel þann ruglandi sið að nota alltaf karlyns persónufornafn í eintölu til þess að vísa til Cromwells („hann“) sama þó hún væri í miðri málsgrein um annan mann og stundum þurfti maður því að lesa heilu blaðsíðurnar aftur til að átta sig á því um hvern var verið að tala. Þetta lagar hún hér með því að bæta við nafninu hans („hann, Cromwell,…“) og það gerir lestur þessarar bókar svo miklu ánægjulegri en hinnar fyrri. Ég veit að Mantel hafði fengið sterk viðbrögð við þessum sið sínum en sumum fannst það víst svo flott. Ég er fegin að hún hlustaði ekki á þá.

Mér finnst þetta tímabil mjög áhugavert og sérstaklega er Hinrik áhugaverður sem persóna. Þrátt fyrir það hef ég ekki ennþá náð að gleyma mér í sjónvarpsþáttunum The Tudors, sem fjalla einmitt um sama tímabil í Englandssögunni. Einhvernveginn grípa þeir þættir mig ekki en bækur Mantels, sem ég tók fyrst upp full efa þegar sú fyrri vann Booker verðlaunin, gera það algerlega. Það er eitthvað við það að upplifa sögulega atburði í gegnum svona sögurlega skáldsögur, þó svo að ég geri mér auðvitað fulla grein fyrir að þetta séu skáldsögur og því ekki hægt að trúa öllu sem í þeim er. Ef maður hefur áhuga á sögu en nennir ekki endilega að liggja yfir sögubókum er þetta ágætur valkostur. Og skaðar auðvitað ekki þegar sögulegu skáldsögurnar sem um reynir eru svona svakalega vel skrifaðar.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s