Bók 13: Mister Pip eftir Lloyd Jones

mr-pipÞessi bók fékk Man Booker verðlaunin 2007 og fékk auk þess mjög góð meðmæli frá bestu vinum.

Bókin segir frá atburðum á Bougainville eyju sem er hluti af Papua Nýju Gíneu klasanum í gegnum augu eins þorpsbúans, stelpunni Matildu. Borgarastríð ríkir á eyjunni þegar bókin byrjar og flestallir drengirnir úr þorpinu gengnir til liðs við það. Eini hvíti maðurinn á eyjunni er fenginn til þess að taka að sér skólahald. Hann les fyrir börnin úr Great Expectations eftir Charles Dickens, þar sem aðalsöguhetjan heitir einmitt Pip, og kynnir þau þannig fyrir öðrum heimi og mátti bókmennta. Síðar í sögunni stígur Pip útúr bókinni og tilvist hans hefur afdrifarík áhrif á örlög þorpsbúanna.

Þegar ég var nýbyrjuð á þessari bók áttaði ég mig á því að ef ég hefði einhvern áhuga á því að lesa Great Expectations þá ætti ég að gera það fyrst. Ég lagði því bókina til hliðar á meðan. Ég er fegin að ég las bók Dickens fyrst þar sem þessi bók vísar mikið í hana og segir okkur meira að segja hvernig sagan endar.

Þessi bók er mjög tvískipt, fyrri helmingurinn gerist á eyjunni í sakleysi barnæskunnar og seinni helmingurinn sýnir okkur hvernig þeir tímar enda og hvað gerist á eftir. Ég hafði mjög gaman af henni, hún sýnir manni part af heiminum sem ekki er mikið fjallað um og mótsagnirnar í henni heilluðu mig. Fyrri helmingur hennar er nefninlega alger andstæða seinni helmingsins og hef ég heyrt að það trufli marga. Mér fannst það hins vegar koma mjög vel út því þó svo að það stuði mann þá er það einmitt tilgangurinn, lífið er ekki eintómur dans á rósum þó svo að okkur á vesturlöndum finnist að það eigi að vera það.

Myndi hilklaust mæla með þessari fyrir þá sem hafa gaman af að kynna sér fjarlæg heimshorn í gegnum skáldskap.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s