Bók 14: Marbles eftir Ellen Forney

marblesÞetta er grafísk skáldsaga sem heitir fullu nafni Marbles: Mania, Depression, Michelangelo, & Me. A Graphic Memoir. Ég heyrði fjallað um bókina á NPR þar sem lofsömum orðum var farið um hana og tók hana þess vegna á bókasafninu.

Í bókinni segir teiknisagnahöfundurinn Forney frá því þegar hún var greind með geðhvarfasýki (á ensku: manic depression eða bipolar disorder). Hún heldur ekki aftur af neinu og segir þannig mjög opinskátt frá fyrstu geðhæðinni og svo lægðinni sem fylgdi, greiningu, leitinni að réttri lyfjagjöf og hvernig hún lifir svo með sjúkdómnum í dag. Hún gerir þetta svo að sjálfsögðu allt á mjög skemmtilegan og oft fyndin máta. Þessi bók var bæði mjög skemmtileg og mjög upplýsandi.

Ég dáist alltaf að höfundum sem skrifa um sjálfan sig, og þetta segi ég sem ævilangur dagbókaskrifari. En það hlýtur að vera mjög erfitt að fá fjarlægðina sem er nauðsynleg til þess að sjá gjörðir og tilfinningar manns sjálfs og lýsa þeim á hátt sem er skemmtilegur fyrir aðra að lesa. Þetta tekst Forney mjög vel.

Það kom mér á óvart við lestur þessarar bókar hversu alvarlegt þetta heilkenni er. Samkvæmt Forney verða sveiflurnar nefninlega sífellt verri eða öfgakenndari eftir því sem aðilinn er lengur án lyfja. Mjög oft getur það leitt til sjálfsmorða. Stundum heyrir maður um fólk sem þjáist af þessu heilkenni en er ekki að taka lyfin sín, eins og t.d. í kvikmyndum (mér dettur í hug persóna Bradley Coopers í Silver Linings Playbook) og núna þegar ég heyri um svoleiðis verð ég frekar pirruð. Eins og það eigi að vera bara allt í lagi og að málin muni reddast án þess að einstaklingurinn taki lyfin sín.

Ég lagði sem sagt bókina frá mér einhverju vitrari um þennan sjúkdóm og ég skemmti mér á meðan ég lærði. Er það ekki einmitt bestu bækurnar, þær sem kenna manni eitthvað en láta mann hafa gaman að því?

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s