Bók 15: Tenth of December eftir George Saunders

9780812993806_custom-f9472c743ae546a0b19bf6a1c8ce3a89971d1a83-s6-c10Þessa bók, eins og svo margar aðrar, heyrði ég talað um á NPR en hún fékk einnig mjög góða dóma í The New York Times Magazine þar sem hún var kölluð besta bókin sem maður ætti eftir að lesa á árinu 2013.

Þetta er smásagnasafn sem inniheldur tíu mislangar sögur. Ein þeirra er t.a.m. bara ein blaðsíða. Sögurnar hafa sumar hverjar eitthvað fantasý innihald en aðrar eru „venjulegar“. Mér fannst  allar sögurnar mjög skemmtilegar en sérstaklega heilluðu mig sögurnar, Victory Lap, Escape from Spiderhead og The Semplica Girl Diaries. Þær tvær síðarnefndu eru úr fantasý „genre-anum“ og eru dásamlega undarlegar.

Ég les venjulega ekki mikið af smásögum, finnst það oft hálfgerð tímasóun þar sem maður fær ekki eins mikla sögu og er því eins og maður sé hálfgert að eyða tíma sínum í að kynnast persónum án þess svo að fá að vita mikið um þær eða afdrif þeirra. Ég verð að viðurkenna að oftar en einu sinni þegar ég var búin með sögu í bókinni hugsaði ég einmitt að ég vildi óska að hann myndi lengja söguna uppí heila bók. Mig langaði einfaldlega að vera lengur með persónunum og fá að vita meira. Kannski er það samt hrós fyrir hversu góðan heim honum tekst að skapa?

Ég veit ekki hvort þetta verður besta bók ársins 2013 fyrir mig. Held að ég haldi mig við það að lesa áfram skáldsögur í fullri lengd.

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Bók 15: Tenth of December eftir George Saunders

  1. Bakvísun: Bók 26: Too Much Happiness eftir Alice Munro | Elísabet les

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s