Bók 16: Ender’s Game eftir Orson Scott Card

Enders GameÞessi á að vera með betri vísindaskáldsögum og vann hún Hugo verðlaunin árið 1986. Hugo verðlaunin eru með virtustu verðlaununum sem veitt eru fyrir vísindaskáldsögur. Auk þess er víst verið að kvikmynda þessa sögu og ég geri mér alltaf far um það að lesa bækurnar, ef ég hef minnsta áhuga á þeim, áður en ég sé kvikmyndirnar sem gerðar eru eftir þeim.

Bókin fjallar um Ender og segir sögu hans frá því hann er sex ára og til fullorðinsaldurs. Jörðin lenti í stríði við ákveðin kynþátt geimvera fyrir sextíu árum og vann það stríð fyrir heppni og herkænsku eins manns. Núna er verið að þjálfa upp hermenn til þess að berjast í næsta stríði, ef til þess kemur, og Ender er valinn sem einn af þeim efnilegustu. Við komumst fljótt að því að hann er jafnvel talin besta von mannkyns og sú síðasta til þess að vinna næsta stríð. Hvernig honum er svo komið til manns og hann þjálfaður til þess að leiða herinn á meðan hann er enn barn og án þess að brjóta hann alveg niður undir álaginu er í raun og veru það sem bókin fjallar um.

Þetta er alveg svakalega skemmtileg bók. Ég reif hana í mig, las hana á Kyndlinum í lestinni á leið í og úr vinnu og hún gerði það að verkum að mig hlakkaði til ferðanna, fannst leiðinlegt að vera komin heim svo ég gæti ekki haldið áfram að lesa. Mér leiðast vanalega stríðslýsingar og stríðsatriði bæði í bókum og kvikmyndum en einhverra hluta vegna heillaði þessi bók mig uppúr skónum. Stríðsæfingarnar eru allar í þyngdarleysi og gæti það átt sinn þátt í því en mannlegi þátturinn er líka svo gífurlega stór að hann vegur mikið upp á móti. Það gæti jafnvel verið að ég kíkti á framhöldin af þessari bók, af því að þau voru víst nokkur.

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Bók 16: Ender’s Game eftir Orson Scott Card

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s