Bók 17: The Sense of an Ending eftir Julian Barnes

Julian-Barnes-The-Sense-of-an-EndingBókin hlaut Man Booker verðlaunin árið 2011 og svo fékk ég hana í jólagjöf núna frá mjög góðum vinum. Það var því ekki seinna vænna en að skella henni í sig.

Bókin segir frá breska millistéttamanninum Tony og lífi hans þegar hann er kominn yfir miðjan aldur og horfir yfir farinn veg. Tony er fráskilinn og á eina uppkomna dóttur. Atburðirnir sem hann rifjar upp snúast að miklu leyti í kringum einn besta vin hans sem var klárastur af öllum í vinahópnum en framdi sjálfsmorð á unga aldri.

Það er auðvitað miklu meira spunnið í þessa bók en mér tekst að draga saman í einni stuttri málsgrein en ég geri það viljandi að reyna að hafa samantektina um bækurnar sem ég les alltaf sem styrsta. Það er auðvelt að lesa sér til um söguþráð bóka víða á netinu.

Hún er ekki þykk, þessi bók (undir 200 blaðsíðum) en það er ekki beinlýnis söguþráðurinn sem knýr hana áfram. Það að hún sé sögð frá sjónarhorni mannsins sem hefur þegar upplifað þetta og þegar lifað sínu lífi að mestu leyti hefur mikið að gera með tilfinninguna sem maður situr uppi með eftir lesturinn. Sögumaðurinn segir það sjálfur – það að giftast, vinna vinnuna sína og standa sig vel i henni, eignast barn sem maður elur upp og skilar svo útí veröldina og skilja við makann – það sé í raunninni eitt stykki ævi og ævin hans í hnotskurn. Hann var kannski ekki bestur í neinu eða skaraði beinlýnis framúr en kannski er það einmitt það sem gerði það að verkum að hann hefur „haldið út“ ævina í staðinn fyrir að stinga af úr henni eins og vinur hans gerði þegar hann tók sitt eigið líf.

Inní bókina fléttast svo að sjálfsögðu ýmsir atburðir, ekki eins og þetta sé ein djúp pæling um lífið og tilveruna, en ég get eindregið mælt með þessari.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s