Bók 18: Karnas arv eftir Herbjørg Wassmo

karnas arv 2608Herbjørg Wassmo er einn af þekktari rithöfundum Noregs og skrifaði meðal annars bækurnar Húsið með blindu glersvölunum og Þögla herbergið sem komu út á íslensku á sínum tíma og eru vinsælar á notuðum bókamörkuðum landsins.

Ég fékk þessa bók að láni frá einum kennara mínum sem kenndi mér á námskeiði þegar ég var frekar ný í Noregi. Ég bað hana um ráð, hvaða norsku bækur ég ætti að lesa og hún lánaði mér heilan bókaflokk sem hún sagði vera uppáhalds bækurnar sínar. Þetta er þriðja bókin í bókaflokknum en fyrsta bókin heitir Dinas bok og hefur verið gerð að kvikmynd sem var kölluð I Am Dina

Bækurnar segja frá Dínu og afkomendum hennar sem búa langt og afskekkt uppí norður Noregi á nítjándu öld. Eftir að hafa stautað mig fram úr fyrstu tveimur bókunum í seríunni sem eru skrifaðar mikið til á norður-norskri málýsku og fjölluðu fyrst um Dinu sjálfa og svo um son hennar Benjamin, er ég komin að sögunni um Körnu sem er barnabarn Dinu. Karna er barn mikið til af sögunni og hoppum við fram og til baka frá að sjá atburði í gegnum hennar augu eða í gegnum alvitran sögumann. Karna er haldin flogaveiki sem hefur áhrif á hvernig fólk sér hana og á eftir að setja stóran svip á atburði sögunnar.

Mér finnst yfirleitt gaman að svona fjölskyldusögum en eitthvað við þessa bók gerði það að verkum að það tók mig marga mánuði að klára hana. Það var bara einhvernveginn ekkert við hana sem dró mig til sín svo ég tók í sífellu upp aðrar bækur umfram hana. Ég er samt af þeirri manngerð sem verður helst að klára þær bækur sem hún byrjar á, nema það sé eitthvað sem mér hreinlega finnist óþolandi við bókina (halló, Confederacy of Dunces!). Þess vegna er ég fegin að ég kláraði bókina og hún var svosem ekki leiðinleg, bara ekkert rosalega áhugaverð.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s