Bók 19: How to Be a Woman eftir Caitlin Moran

how to be a womanÞessi bók hefur fengið mikla umfjöllun og átti að vera svo fyndin svo ég ákvað að tjékka á henni. Fékk mér hana á Kyndilinn.

Moran fjallar í bókinni um ævi sína í gengum linsu feminismans. Í rauninni er þetta gamanrit, feministabók og ævisaga.

Moran elst upp með sjö systkinum í borginni Wolverhampton á Englandi. Ung fer hún svo að vinna sem blaðamaður hjá tónlistarblaðinu Melody Maker. Hún giftist á einhverjum tímapunkti og eignast tvær dætur með manninum sínum.

Allt þetta fáum við að lesa um og meira til í gegnum skemmtilegar sögur Moran. Hún fjallar á sama tíma um blæðingar, brjóst, líkamshár, barneignir og allt þetta „kvenna-dót“ á mjög fyndinn hátt. Þetta er samt ekki bara grín, á einum stað lýsir hún fóstureyðingu sem hún fór í á svo nákvæman og grafískan hátt að mig fór að svima í lestinni og ég varð að leggja Kyndilinn frá mér og setja höfuðið á milli hnjánna.

Ég var ekkert yfir mig hrifin af þessari bók en hún var ágætis lestarlesning á leiðinni í og úr vinnu, svona fyrir utan þetta eina skipti meina ég.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s