Bók 20: Gone Girl eftir Gillian Flynn

8442457Þessi bók hefur verið mikið umtöluð og vinsæl að undanförnu. Auk þess var hún tilnefnd til Women´s Prize for Fiction (sem hét áður Orange Prize) núna í ár en þau eru meðal virtustu bresku bókmenntaverðlaunanna.

Bókin er sambland af krimma og sambandssögu og hefst þegar Amy hverfur af heimili sínu við undarlegar aðstæður. Maðurinn hennar, Nick, þarf að reyna að komast að því hvað kom fyrir hana en í svona málum er það oft eiginmaðurinn sem liggur fyrst og fremst undir grun. Inn á milli kaflanna um Nick fáum við svo dagbókarfærslur Amy undanfarinna ára sem sýna oft samband þeirra í öðru ljósi en við skiljum af frásögn hans.

Maður verður mjög fljótt var við að Nick er að leyna einhverju en hverju? Og er hægt að vera eins fullkomin eiginkona og Amy virðist vera í dagbókarfærslum sínum? Óáreiðanlegir sögumenn geta verið áhugaverðir. Mér finnst skemmtilegt hvernig þeir láta mann efast um allt í sögunni og loksins þegar maður gleymir að efast kemur í ljós að maður hefur látið blekkjast einu sinni í viðbót.  Mér fannst líka áhugavert að lesa um hvernig þau tvö, Amy og Nick, höfðu upplifað suma atburði í sambandinu á allt annan hátt.

Þetta var mjög skemmtileg og öðruvísi bók. Næstum því krimmi en samt ekki alveg. Ég er búin að mæla með þessari við alla sem ég þekki sem hafa minnsta áhuga á bókum.

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Bók 20: Gone Girl eftir Gillian Flynn

  1. Bakvísun: Bók 23. Hvítfeld. Fjölskyldusaga eftir Kristínu Eiríksdóttur | Elísabet les

  2. Bakvísun: Bók 27: Sharp Objects eftir Gillian Flynn | Elísabet les

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s