Bók 21: The French Lieutenant’s Woman eftir John Fowles

FrenchÞessa bók hef ég átt langa lengi í snjáðri kiljuútgáfu með mynd af Meryl Streep framan á, en hún lék einmitt í kvikmyndaútgáfunni af þessari sögu. Mér er venjulega illa við kvikmyndaútgáfur af bókum en þessa fann ég einhversstaðar notaða, ábyggilega í Góða hirðinum eða Kolaportinu, og hafði því ekki val um aðra. Ég býst við því að ég hafi upphaflega heyrt um bókina þegar Time tímaritið valdi hana árið 2005 sem eina af 100 bestu skáldsögunum á enskri tungu.

Bókin kom út árið 1969 en segir frá atburðum sem áttu að hafa átt sér stað á 19. öld. Sarah Woodruff var smánuð með því að verða ástfangin af Frakka sem kom í ljós að var ekki heiðvirður maður og er í kjölfarið útskúfuð úr samfélaginu. Hún biðst samt ekki afsökunar á neinu og er næstum eins og henni þyki þetta líf betra en hinn kosturinn. Charles er trúlofaður Earnestinu, ríkri millistéttar stúlku, en heillast af Söruh og klípunni sem hún er í. Leiðir þeirra liggja saman og að lokum gerist hið óumflýjanlega…

Eða hvað? Fowles gefur okkur nefninlega tvo mismunandi endi á sögunni og erum við þar komin að því sem er áhugaverðast við þessa bók. Fowles gerir í því að brjóta niður fjórða vegginn (ef það er til slíkt fyrirbæri í bókmenntum eins og á sviði og í kvikmyndum) með því að ávarpa okkur lesendur og fjalla um það hvernig hann eigi að skálda upp framhaldið, hvað hann eigi að láta persónurnar gera hér og svo framvegis. Áður en við komum að endunum tveimur kynnir hann meira að segja sjálfann sig til sögunnar sem persónu sem kastar uppá peningi til þess að ákveða örlög aðalpersónanna. Þetta finnst mér það skemmtilegasta við bókina, sagan er ekkert stórkostlega frumleg en formið er mjög sérstakt og gerir bókina eftirminnilega.

Mér skilst á bróður mínum að þetta sé líka gert á einhvern sniðugan hátt í kvikmyndaútgáfunni en ég hef ekki séð hana. Að myndavélar séu sýndar eða einhvernveginn látið sjást að um kvikmynd sé að ræða. Spurning um að sjá myndina núna en ég sé á IMDB.com að á móti Meryl Streep leikur Jeremy Irons og að myndin var tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna árið 1982, meðal annars Meryl Streep sjálf fyrir bestan leik í aðalhlutverki.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s