Bók 22: Hjarta mannsins eftir Jón Kalman Stefánsson

hjarta-mannsinsÞetta er þriðja bók í þríleik Jóns Kalmans um Strákinn í Plássinu og fólkið í lífi hans. Hinar tvær, Himnaríki og helvíti og Harmur englanna, voru æðislegar svo ég bjóst ekki við neinu öðru af þessari.

Ég var heldur ekki svikin. Harðindin á Íslandi halda áfram, veðrið og fjöllin hvíla yfir fólkinu og lífið er erfitt fyrir flesta. Jóni tekst samt að segja frá því á svo litríkan og fallegan hátt að það er aldrei leiðinlegt. Strákurinn er hreinn og saklaus, ekki drjúgur til handverks en langar til að lesa, læra, verða eitthvað annað en flestir í kringum hann og ótrúlegt en satt býðst honum tækifæri til þess. En svo gerist það að hjartað hans hefur aðrar hugmyndir og hann gæti þurft að velja á milli venjulegs lífs í sveitinni, lífi með konu og börnum, harðindum og ást, og lífs án ástar en með fleiri tækifærum.

Mér finnst frekar erfitt að fjalla um þessa bók þar sem söguþráðurinn skipti mig minnstu máli fyrir upplifunina af henni. Það sem vóg þyngra var tungumálið, frásagnarmátinn, stíllinn og hvernig allt þetta kom saman, ásamt söguþræðinum að sjálfsögðu, til að koma efninu til skila. Mér fannst endirinn alveg sérstaklega flottur og í rauninni fullkomið dæmi um hvernig áðurnefndir þættir koma saman til þess að hafa hámarks áhrif á lesandann.

Ég læt hér staðar numið en hvet alla sem ekki hafa tekið upp þessar bækur að gera það hið snarasta. Ég held að ég geti sagt án nokkurs efa að þessar bækur eigi eftir að verða partur af klassískum íslenskum bókmenntum, þ.e. þær munu fara inn í kanónuna sem ber nafnið “Íslenskar bókmenntir”, unglingum framtíðarinnar til armæðu og yndisauka.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s