Bók 23. Hvítfeld. Fjölskyldusaga eftir Kristínu Eiríksdóttur

hvitfeld-200Þessi bók tilheyrði jólabókaflóðinu í fyrra og ég heyrði góða hluti um hana. Keypti mér hana því í kiljuútgáfu þegar ég kom heim til Íslands yfir páskana.

Sagan segir frá Jennu, íslenskri konu sem er búsett í Bandaríkjunum. Öll fjölskyldan hennar býr á Íslandi en hún hefur ekki komið þangað í mörg ár. Hún á dóttur með Ameríkana sem við vitum lítið um. Dauði systur hennar Jennu veldur því svo að hún þarf að koma heim til Íslands og takast þar á við fjölskyldu sína og vandamálin sem ullu því að hún flúði úr landi til að byrja með.

Ásamt því að kynnast í bókinni Jennu og baksögu hennar fáum við líka frásagnir af æsku kynslóðanna tveggja á undan henni (foreldra og amma og afa). Enginn átti beinlínis auðvelt líf, né voru þau fyrirmynda manneskjur en það er engu að síður, eða kannski einmitt þess vegna, mjög skemmtilegt og áhugavert að lesa um þau.

Ljótleikinn er allsráðandi í bókinni og Kristín leikur sér skemmtilega með hann. Þessi bók er annað dæmi um óáreiðanlegan sögumann, eins og Gone Girl sem ég fjallaði um fyrir nokkrum vikum. Kristínu tekst að blekkja lesandann alveg fram og aftur með því að nota sér þann stíl og ég féll fyrir því næstum því hvert einasta skipti! Mjög vel gert og mjög áhugaverð og skemmtileg saga.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s