Bók 24. The Unlikely Pilgrimage of Harold Fry eftir Rachel Joyce

86.Rachel Joyce-The Unlikely Pilgrimage Of Harold FryÞessi bók var á lengri listanum fyrir Man Booker verðlaunin 2012 og þannig heyrði ég um hana. Þegar ég sá hana svo á útsölu í norskri bókabúð skellti ég mér á hana og las í lestunum á leið í og úr vinnu.

Bókin fjallar um Harold Fry. Harold er kominn á eftirlaun og býr syðst í Englandi með konunni sinni. Þau eiga einn son sem er uppkominn og mikið fjarverandi. Harold hefur alltaf verið millimaður, ekki sóst eftir frama eða ævintýrum. Einn góðan veðurdag fer hann með bréf í póst til dauðvona fyrrverandi samstarfskonu sinnar en endar með að hætta við að póstleggja það og halda fótgangandi áleiðis í heimsókn til hennar. Það sem er sérstakt við þá gönguferð, og ástæðan fyrir því að í titli bókarinnar er minnst á pílagrímsför, er að vinkonan á heima eins langt norður í Englandi og mögulegt er, og þar með eins langt frá Harold og hægt er án þess að vera komin yfir í Skotland. Harold er þess vegna að leggja í för yfir allt England og án þess að hafa nokkuð undirbúið sig undir ferðina.

Það er ekki hægt að segja að þetta sé sérlega viðburðarrík bók en hún er þó aldrei leiðinleg. Harold gerir margt upp við sig í þessari ferð, meðal annars hjónabandið sitt sem hefur verið mjög stirt lengi sem og samband sitt við son sinn og auðvitað samstarfskonuna sem liggur fyrir dauðanum. Á köflum fer bókin að minna aðeins á atriðið í Forrest Gump þar sem Forrest er að hlaupa endalaust og fólk fer að taka sér hann til fyrirmyndar og líta á hann sem einhverskonar spámann en það er svo gert mjög skemmtilega upp svo það sker sig frá Hollywood myndinni.

Ég var ekki beinlýnis yfir mig hrifin af þessari en hún var samt mjög góð. Það er ekki hægt að finna neitt að henni, hún bara hreif mig ekki eins mikið og margar aðrar og kallaði ekki á mig þegar ég lagði hana frá mér eins og bestu bækurnar gera.

Auglýsingar

3 hugrenningar um “Bók 24. The Unlikely Pilgrimage of Harold Fry eftir Rachel Joyce

  1. Ég er sammála þér með þessa bók, hún er fín, en kallaði ekkert á mann og ég hefði alveg getað gleymt því að ég væri yfir höfuð að lesa hana! En alls ekkert slæm bók 🙂

  2. Bakvísun: Bók 35: The Song of Achilles eftir Madeline Miller | Elísabet les

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s