Bók 25: Ben in the World eftir Doris Lessing

n31390Doris Lessing hlaut Nóbels verðlaunin í bókmenntum árið 2007. Ég hafði, satt að segja, aldrei heyrt um hana fyrir það en gerði mér far um að tékka á henni eftir á. Þessi bók er pottþétt í hópi aðgengilegri bóka Lessing en ég hef ekki ennþá lagt í meistarastykkið hennar, sem ég á í kassa heima á Íslandi, The Golden Notebook.

Ben in the World er framhald af bókinni The Fifth Child sem fjallaði um ung og hamingjusöm hjón sem dreymdi um stóra fjölskyldu. Allt virtist ganga að óskum þar til fimmta barnið, Ben, kom í heiminn og augljóst var frá byrjun að það var eitthvað mjög undarlegt við hann. Ég man ekki hvort orðið „illur“ var nokkurntímann notað en það var samt tilfinninginn sem gefin var.

Í þessari bók þarf Ben að standa á eigin fótum og maður fær söguna út frá hans sjónarhorni í stað móður hans eins og í fyrri bókinni. Við kynnumst Ben í gegnum fólkið sem verður á vegi hans úti í heimi og fáum allt aðra mynd af honum en áður. Núna er hann alls ekkert illur, bara frekar villtur (á báða vegu sem hægt er að skilja það orð) og einn. Að lokum snýst bókin svo um það að komast að því hvað Ben er og hvar hann heyrir til í heiminum.

Ég hlustaði á þessa sem hljóðbók og fannst hún mjög þæginleg sem slík. Veit ekki hvort hún hafði beinlýnis nein áhrif á mig öfugt við fyrri bókina, hún var í rauninni mestmegnis bara afþreyging.

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Bók 25: Ben in the World eftir Doris Lessing

  1. Ég gerði mér líka far um að leita uppi bækur eftir hana þegar hún fékk nóbelinn. Las bæði Dagbók góðrar grannkonu og Grasið syngur (eða eitthvað álíka), seinni bókin fannst mér rosalega góð, hin líka fín. Á svo eina bók eftir hana enn, minni að hún heiti Dagbók einnar sem eftir lifði, eða eitthvað álíka. The golden notebook hljómar vel líka 🙂

    • Já, ég las einmitt Dagbók góðrar grannkonu líka en hún var helmingurinn af bók sem hét The Diaries of Jane Somers og ég kláraði aldrei seinni partinn. Það var eitthvað við söguna sem gerði hana svo hæglesna fyrir mig, kannski fannst mér hún bara ekki nógu skemmtileg. Það hljómar eins og þú sért kannski sama sinnis.

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s