Bók 26: Too Much Happiness eftir Alice Munro

Too Much HappinessAf einhverri ástæðu tók ég þessa bók úr hillunni um daginn en hana hafði ég keypt á bókaútsölu núna í vetur. Þetta er smásagnasafn, eins og allar bækur Munro. Ég var nýbúin með bók og eiginlega að lesa aðra sem ég var ekki í stuði fyrir akkúrat þá stundina. Ég hugsaði með mér að það gæti verið ágætt að lesa eina eða tvær smásögur til að hreinsa palletuna, eins og á milli rétta á fínum veitingastað, ég ætlaði ekkert endilega að klára bókina neitt á næstunni. Ég hafði áður lesið eitt smásagnasafn eftir Munro, Hateship, Friendship, Courtship, Loveship, Marriage, fyrir langa löngu og minntist þess að hafa fundist það gott. Framan á þessari bók stendur auk þess að Munro hafi hlotið Man Booker International Prize árið 2009 en þau eru veitt fyrir heildarframlag til bókmenntanna.

Þetta var allt önnur upplifun og smásögur af allt öðrum geira en í áður nefndu smásagnasafni eftir George Saunders (bók númer 15 í ár). Sögurnar hans Saunders voru meira svipmyndir, gáfu manni eitt ákveðið atriði eða atburð úr lífi eða atburðarás og þess vegna langaði manni alltaf að lesa áfram, að hann skrifaði heila bók um hverja sögu og gæfi manni þannig meira. Ég hélt þegar ég las þessa bók að það væri ábyggilega merki um góðar smásögur, er ekki sagt á ensku „Always leave them wanting more“?

Núna veit ég betur. Munro gefur okkur 10 sögur á rúmlega 300 blaðsíðum, að meðaltali er hver saga því um 30 blaðsíður. Stóri munurinn á sögum hennar og Saunders er að sögurnar hennar eru einhvernveginn heilar, þær segja heila sögu og eftir að maður er búinn með hverja þeirra er maður fullnægður. Maður hefur fengið sögu sem skilur eitthvað eftir sig og er með byrjun, miðju og endi. Þær eru bara svakalega góðar.

Ég tek til baka það sem ég sagði í póstinum um smásagnasafn George Saunders, að ég ætlaði að halda mig við skáldsögur í fullri lengd í stað smásagna í framtíðinni. Ef smásögur geta verið meira eins og þessar og ekki eins og hans Saunders þá er ég til í fleiri. Ég er meira að segja nú þegar búin að kaupa mér nýjustu bókina hennar Munro, Dear Life, sem kom út í fyrra. Hef heyrt góða hluti um hana sem kemur ekki á óvart.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s