Bók 27: Sharp Objects eftir Gillian Flynn

9780307341549_p0_v4_s260x420Þetta er fyrsta bók Gillian Flynn, höfundar Gone Girl en þá bók las ég í apríl og var svo hrifin af. Þess vegna fékk ég mér Sharp Objects á Kyndilinn.

Bókin fjallar um Camille, blaðamann í Chicago sem er send til síns gamla heimabæjar til þess að fjalla um tvö morð á ungum stúlkum sem átt hafa sér þar stað með stuttu millibili. Camille hefur ekki heimsótt bæinn í fleiri ár og við sjáum fljótt hvers vegna það er. Móðir hennar er ekki sérstaklega ástrík svo ekki sé meira sagt, stjúpfaðirinn frekar undarlegur og hálfsystirin alveg heill kafli útaf fyrir sig. Camille þarf að búa á æskuheimilinu af því að blaðið hennar er ekki beinlýnis fyrsta flokks og hefur því ekki efni á öðru. Svo er það bara spurningin hvort hún muni þrauka þennan bæ og allt sem honum fylgir nógu lengi til að leysa málið.

Flynn er alveg ótrúlega góð í því að setja upp alveg ákveðið og frekar óhugnalegt andrúmsloft í bókunum sínum. Manni líður eiginlega hálf illa á köflum við lestur þessarar en samt er maður alltaf sólginn í meira. Camille er mjög áhugaverð persóna, mér fannst samband hennar við lögreglumanninn sýnt á mjög flottan hátt og hún kemur út úr öllum sínum samskiptum við aðrar persónur sem mjög sannfærandi manneskja. Mjög rugluð manneskja en sannfærandi þrátt fyrir það.

Ég er eiginlega á því að þetta sé betri bók en Gone Girl. Ég missti móðinn á köflum í Gone Girl þegar mér fannst hlutirnir vera að fara of afgerandi á einn veg (segi ég mjög óljóst til þess að spilla engu) en hérna var ég alltaf jafn spennt að halda áfram að lesa. Manni tekst líka að fylgjast með málinu verða skýrara og skýrara, það kemur ekkert út úr lausu lofti til að leysa hlutina á síðustu köflunum eins og gerist stundum í verri krimmum. Ég er ekki einu sinni viss um að ég myndi flokka þetta sem krimma þar sem persónusköpunin skiptir svo miklu og glæpurinn þjónar mikið til því hlutverki að varpa meira ljósi á hana. Kannski meira svona “literary thriller” (bókmennta tryllir?).

Núna er víst búið að ákveða að gera myndir bæði eftir þessari bók og Gone Girl. Reese Witherspoon ætlar að leika stúlkuna sem er horfin í Gone Girl, að mér skilst. Ég get ekki ímyndað mér að myndirnar muni standa undir andrúmsloftinu sem er skapað í bókunum en maður veit svo sem aldrei. Hvað sem því líður get ég ekki beðið eftir því að lesa meira eftir Gillian Flynn.

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Bók 27: Sharp Objects eftir Gillian Flynn

  1. Þessa las ég á íslensku fyrir nokkrum árum síðan og þótti mjög áhugaverð. Rosa flott persónusköpun, og einmitt, skuggalegt andrúmsloft. Ég hlakka til að lesa Gone girl 🙂

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s