Bók 28: Mr. Penumbra’s 24-Hour Bookstore eftir Robin Sloan

penumbraÉg man satt best að segja ekki hvar ég heyrði um þessa, ábyggilega rekist á hana hjá einhverjum sem ég tengist á Goodreads og fundist nafnið heilla. Það kom svo í ljós að bókin hefur vakið mikið umtal og er mjög vinsæl. Ég fékk mér hana sem rafbók og las á Kyndlinum.

Bókin fjallar um Clay sem er nýorðinn atvinnulaus í kjölfar efnahagskreppunnar og rekst á atvinnuauglýsingu í búðarglugga í skringilegri bókabúð sem er opin allan sólarhringinn. Bókabúðin hefur hillur sem ná alla leið uppí loft, stappaðar bókum og þar sem hann er svo laginn við stigann sem þarf að nota til að ná á efstu hillurnar er honum boðin næturvaktin í búðinni. Stöðunni fylgja samt hin undarlegu fyrirmæli að líta alls ekki inní bækurnar. Clay fer fljótt að verða var við undarlega viðskiptavini sem þurfa aldrei að borga fyrir bækurnar sínar heldur skipta einfaldlega sínum eintökum fyrir önnur. Hann lætur að lokum freistast og kíkir inní eina bókina og upp hefst þá spennandi atburðarrás sem hefur eins konar “quest” yfirbragð, enda aðalsöguhetjan fyrrverandi hlutverkaspils-nörd (eins og Dungeons & Dragons en Sloane kallar það eitthvað annað), þar sem beita þarf mörgum brögðum og leita víðsvegar aðstoðar.

Inní söguna blandast nýjasta tækni og vísindi og Google kemur t.d. mikið við sögu. Mér fannst þeir partar skera sig frekar mikið útúr yfirbragðinu sem fylgdi frásögnum úr bókabúðinni sjálfri og…ja öðru sem ég vill ekki spilla með því að segja frá, og ekki endilega til hins betra.

Mér fannst þessi bók samt mjög skemmtileg en kannski ekki alveg í nógu miklu innra samræmi. Ég er líka komin með frekar mikla leið á svona tækni-skáldsögum eins og Super Sad True Lovestory og Snow Crash (sem reyndar báðar eiga að gerast í framtíðinni) svo kannski var það þess vegna sem tæknipartarnir í þessari heilluðu ekki. Þetta er góður bóka-þriller, mjög grípandi og aldrei leiðinlegur. Ætli ég hafi ekki bara verið búin að ímynda mér kósí bók um bækur sem gerist bara í kósí bókaumhverfi?

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s