Bók 29: Hinir réttlátu eftir Sólveigu Pálsdóttur

Hinir_rettlatu-175x275Þetta er nýjasta bókin eftir Sólveigu sem ég verð að játa undir eins að er náskyld kærastanum mínum. Hún var svo góð að senda okkur þessa bók til Noregs þar sem það er ekki hægt að nálgast hana hér.

Bókin heldur áfram með sama lögreglulið og var í fyrri bók Sólveigar, Leikaranum. Guðgeir og Andrés standa fyrir rannsókn á atburðum sem leiddu til þess að lík finnst í gryfju við 13. holu á golfvelli fyrir austan fjall. Á sama tíma er Særós kölluð út vegna sprengju í hvalveiðiskipi og mótmæla við veitingastaði í Reykjavík sem eru með hvalkjöt á matseðli.

Ég vil ekki segja of mikið meira um söguþráðinn en Sólveigu tekst að flétta saman þessa, að því virðist, óskyldu atburði listilega vel og heldur manni spenntum við efnið alveg til síðustu síðu. Hún gefur okkur líka dýpri innsýn inn í persónurnar sem við kynntumst í síðustu bók, þá var Andrés svolítið í sviðsljósinu en að þessu sinni er það Særós sem fær að njóta sín.

Mér finnst húmorinn hennar Sólveigar sem skín í gegn á köflum alveg frábær og læt duga að nefna byrjunina á 14. kafla máli mínu til stuðnings. Það er ekki oft sem ég hlæ upphátt við lestur, ekki einu sinni þegar ég er að lesa bækur sem eiga að vera í gamanbóka flokknum (How to Be a Woman er nýlegasta dæmið, ég brosti oft en hló aldrei beinlýnis) en þarna hló ég svo sannarlega.

Skemmtileg bók frá frábærri konu. Mæli með henni.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s