Bók 30: A Lion Among Men eftir Gregory Maguire

200px-A_Lion_Among_MenÞetta er þriðja bókin sem Gregory Maguire skrifar í heimi Galdrakarlsins í Oz. Fyrsta bókin, Wicked, sem fjallaði um vondu, grænu nornina hefur gert það mjög gott sem söngleikur á Broadway. Bók númer tvö fjallaði um son vondu, grænu nornarinnar og núna er komið að huglausa ljóninu í þessari.

Ég hef alltaf verið mjög hrifin af heiminum sem Gregory skapar í þessum bókum. Ég átta mig á því að hann fékk auðvitað heiminn þannig séð frá L. Frank Baum (eða frá kvikmyndagerðamönnunum sem gerðu myndina eftir henni, öllu heldur). Hann gefur samt svo allt aðra tilfinningu í bókunum en maður fær frá myndinni eða upprunalegu bókinni sem eru báðar hugsaðar fyrir börn. Þessar bækur eru sko pottþétt fullorðins og mjög dökkar og oft á tíðum drungalegar.

Ég hef nú samt alltaf verið að láta hrífast minna og minna eftir því sem ég les fleiri bækur í seríunni. Sú fyrsta var frábær, númer tvö var bara fín og þessi var eiginlega ekki meira en svona la-la. Ég bjóst við meiru af henni. Saga ljónsins er kannski bara ekki það áhugaverð ein og sér. Ég veit ekki af hverju Maguire skrifaði ekki frekar um fuglahræðuna sem tekur við sem stjórnandi í Oz eftir að galdrakarlinn lét sig hverfa. Eða í rauninni hvern sem er annan en ljónið ef hann ætlaði sér ekkert meira með sögu þess en það sem við fáum hérna.

Það var útaf vinsældum söngleiksins að ég tók upp fyrstu bókina í seríunni og svo er ég bara þeirrar manngerðar að mér finnst ég alltaf þurfa að klára allt svona, fylgja því eftir til enda sem ég er einu sinni byrjuð á. Ég þarf samt að hugsa mig aðeins betur um áður en ég byrja á næstu bók.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s