Bók 31: Illska eftir Eirík Örn Norðdahl

illska-200Ég fékk þessa bók í jólagjöf. Svo vann hún Íslensku bókmenntaverðlaunin núna og fékk auk þess mjög góð meðmæli frá einum besta vini. Ég hafði þess vegna frekar háar væntingar til bókarinnar en reyndi að láta þær ekki eyðileggja fyrir, eins og þær vilja stundum gera.

Bókin segir frá Agnesi, hún er litháesk að uppruna en uppalin á Íslandi og er að skrifa mastersritgerð í sögu um málefni tengd helförinni. Hún kynnist Ómari, nýútskrifuðum íslenskufræðingi, og þau stofna sér líf saman. Vegna ritgerðarinnar tekur hún viðtal við nýnasistan Arnór og heillast af honum þvert á vilja sinn. Hvaða áhrif það hefur svo á ritgerðina sem og líf hennar með Ómari fáum við að sjá.

En bókin fjallar líka um miklu meira en þetta. Inn á milli fáum við hinar ýmsu staðreyndir um helförina sem og heilan þriðjung bókarinnar sem segir okkur sögu ömmu og afa Agnesar í Litháen, sem vill svo til að er líka saga um áhrif helfarinnar á þorpið þeirra, sem og baksögu Arnórs – hvernig verður hann svona eins og hann er, hvernig er hægt að hafa lífsviðhorf nýnasista í nútíma samfélagi.

Mér fannst röddin í bókinni mjög skemmtileg og óvenjuleg. Stundum ávarpar hún lesandan t.d. beint sem mér fannst öðruvísi á hressandi hátt. Og saga Agnesar, Ómars og Arnórs er mjög áhugaverð og skemmtileg líka. Gaman t.d. að lesa um sjálfsmynd Agnesar, hvernig hún blandar saman Íslendingnum í sér og Litháanum. Persónusköpunin er með öðrum orðum góð og maður trúir líka alveg á Arnór, að hann geti verið eins og hann er. En svo kemur þessi sögukennsla þarna í miðjunni og hana átti ég virkilega erfitt með að koma mér í gegnum.

Það var satt að segja þetta sem hræddi mig við bókina til að byrja með: helfararpredikun. Á þessum tímapunkti í lífi mínu hef ég bara lesið, heyrt og séð heilan helling um helförina og hvað hún var hræðileg. Ég veit að þetta var alveg óafsakanlegt og að mannfólk var látið þola hrylling sem enginn ætti nokkurntíma að ganga í gegnum. Hvers vegna þurfti Eiríkur þá að lýsa því í svona miklum smáatriðum fyrir okkur? Hefði ekki dugað að segja sögu fjölskyldu Agnesar í þessu án þess að fara svona nákvæmlega í allan hryllingin? Mér finnst kannski bara agalega erfitt að lesa um svona ógeð en var það kannski einmitt tilgangur Eiríks, að láta manni líða illa?

Ætli það sem ég er að reyna að segja sé ekki það að hann hefði léttilega getað skorið burt allavega 100 blaðsíður af nú þegar mjög langri bók og sagan sem er kjarni bókarinnar hefði ekki verið verri fyrir vikið. Þessar frásagnir af smáatriðum þjáninga í þorpinu Jurbarkas gerðu nefninlega ekki mikið til að dýpka sögu Agnesar að mínu mati. Kannski ef ég væri rétt nýorðin 18 ára og hefði aldrei séð Schindler´s List eða lesið Dagbók Önnu Frank eða Everything is Illuminated? Svo ég tali nú ekki um Maus teiknimyndasöguna sem ég las svo eftirá og gerir það miklu betur að segja okkur frá þjáningum gyðinga í seinni heimstyrjöldinni. Ég mun fjalla um hana hérna síðar.

Ég átti í virkilegum erfiðleikum þegar ég ætlaði að gefa þessari bók einkunn á Goodreads af því að 75% af henni finnst mér alveg frábært en svo koma þessi hin 25% og draga örlítið úr. Blendnar tilfinningar. Ætli ég verði ekki að láta þar við sitja.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s