Bók 32: Just Kids eftir Patti Smith

just-kids-pback2-261x400Þessa bók var ég mjög lengi búin að vera á leiðinni að lesa. Mér finnst Patti Smith áhugaverð persóna, aðallega útaf tímabilinu sem hún lifði í New York og táknar á ákveðinn hátt fyrir marga. Svo hefur bókin fengið mikið lof, vann m.a. National Book Award í Bandaríkjunum í flokkinum fyrir bækur aðrar en skáldsögur (nonfiction), eins og kemur einmitt fram á kápunni á mínu eintaki.

Bókina skrifar Patti um samband sitt við ljósmyndarann Robert Mappelthorpe eftir að hann hefur látist úr alnæmi. En saga þeirra er einmitt líka sagan um listamannasenuna á neðri hluta Manhattan á sjöunda og áttunda áratugnum og hvernig þeim tekst með mikilli þrautseigju og fullt af hæfileikum að hasla sér völl á henni.

Smith lýsir því hvernig Mappelthorpe byrjaði með því að teikna myndir, þróaði svo stílinn sinn yfir í að nota fundna hluti og úrklippur úr tímaritum og hvernig hann fór svo að lokum að taka myndirnar sjálfur á Polariod myndavél sem honum var gefin. Hún segir líka frá sínum eigin listaferli en hún byrjaði víst sem ljóðskáld og teiknari en prófaði svo að flytja ljóðin sín á „open mic“ kvöldum með gítarspili undir. Það þróaðist þaðan yfir í heila hljómsveit og plötur teknar upp í stúdíói eins og hún er þekkt fyrir í dag en platan hennar Horses á víst að vera frábær.

Smith fer mjög fögrum orðum um Mappelthorpe og samband þeirra tveggja sem byrjaði sem ástarsamband en þróaðist svo yfir í vináttu eftir að hann kom út úr skápnum. Það er augljóst að það ríkti alltaf mikill kærleikur á milli þeirra, sama hvað bjátaði á og sama hvaða mistök þau gerðu.

Yfir öllu sem þau taka sér fyrir hendur, krakkarnir Patti og Robert, hvílir peningaleysi og hún talar mikið um hvernig þau redduðu sér á litlum peningum með að skiptast á að fara inn á söfn á meðan hitt beið fyrir utan og fékk svo lýsinguna á öllu innanhús eftirá, kaupa bara eina máltíð á kaffihúsinu á horninu sem þau svo deildu o.s.frv. Henni finnst líka gaman að „name-droppa“, þ.e. að minnast á allar frægu persónurnar sem hún kynntist á Manhattan á þessum árum. Það er auðvitað bara gaman að lesa um kynni hennar af Janis Joplin og Jimi Hendrix sem og fullt af öðrum aðeins minna þekktum listamönnum þó að maður hafi það stundum á tilfinningunni að hún sé aðeins að skreyta sögurnar.

Smith er augljóslega mjög góður penni og tungumálið er mjög fallegt í þessari bók. Mér fannst þetta rosalega kósý lestur, eitthvað sem var mjög þægilegt að lesa uppí rúmi rétt áður en ég fór að sofa. Það er líka gaman stundum að lesa um eitthvað „alvöru“, öfugt við skáldsögur, þó svo að maður geti náttúrulega aldrei 100% treyst frásögnum fólks af lífi sínu.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s