Bók 33: The Sweetness at the Bottom of the Pie eftir Alan Bradley

6218281Þetta er fyrsta bókin í Flavia de Luce seríunni hans Bradleys sem er núna komin uppí sex bækur. Ástæðan fyrir því að ég ákvað samt sem áður að taka hana upp, þrátt fyrir þessar yfirþyrmandi sex bækur, var sú að Simon Savidge mælti svo sterklega með seríunni og sagði þær vera svona kósý morð sögur. Þegar einhver segir kósý morð þá hugsa ég um Miss Marple sögurnar hennar Agöthu Christie sem ég hef nú reyndar ekki lesið mikið af en mér datt í hug að þetta gæti verið ágætis lestarlesning.

Flavia de Luce er 11 ára og býr með föður sínum og tveimur eldri systrum í risastóru ættaróðali þeirra í nágrenni við lítið enskt þorp á sjötta áratug síðustu aldar. Þegar lík fynnst í grænmetisgarðinum þeirra um miðja nótt og faðirinn er handtekinn fyrir morðið tekur Flavia það að sér að sanna sakleysi föðursins. Það hjálpar henni að hún er sérstaklega forvitin ung stúlka sem og sérlegur áhugamaður um efnafræði.

Bókin stóð algerlega undir væntingum sem kósý morð saga og því reikna ég með því að dunda mér við hinar bækurnar fimm á komandi mánuðum. Mér finnst rosalega gott að grípa til svona bóka inn á milli þegar maður hefur kannski nýlokið við bók í þyngri eða alvarlegri kantinum og vill aðeins hvíla hugann, ef hægt er að orða það svo. Ætla að fá mér næstu bók á Kyndilinn svo að ég hafi hana innan handar næst þegar neyðin kallar.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s