Bók 34: Maus eftir Art Spiegelman

mausEftir að ég las Illsku og pirraði mig smá á helfararkláminu þar datt mér í hug að lesa Maus, fyrstu teiknimyndasöguna sem fékk Pulitzer verðlaunin.

Í bókinni, sem gefin var út í tveimur hlutum, tekur Spiegelman viðtöl við föður sinn sem lifði af útrýmingabúðirnar í seinni heimsstyrjöldinni. Hann myndskreytir svo frásagnir föðurins í teiknimyndasögustíl en í staðinn fyrir að teikna mannfólk teiknar hann gyðinga sem mýs og nasista sem ketti. Þeir örfáu sem hvorki eru nasistar né gyðingar í bókinni eru teiknaðir sem hundar. Fyrri bókin segir frá byrjun stríðsins og hvernig ástandið magnast upp fyrir Spiegelman eldri og fjölskyldu hans í Pólandi, frá því að þeir missa fyrirtæki sín og eigur yfir í að þurfa að fela sig frá nasistunum til þess að sleppa við að lenda í útrýmingarbúðunum. Í seinni bókinni lendir bæði Spiegelman eldri og konan hans í búðunum og við fáum að lesa og sjá hvernig þau fóru að því að lifa þær af.

Þetta var að sjálfsögðu rosalega góð bók. Þó að ég hafi lesið margt um erfiðleika gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni þá var þessi bók nógu frumlega sett upp og nógu persónuleg líka til þess að bæta einhverju við í umræðuna og hreyfa virkilega við lesandanum. Mér fannst líka gaman að því hvernig Spiegelman sýnir föður sinn í nútímanum og veltir því fyrir sér hvernig reynslan í stríðinu hafi gert hann að þeim sérvitringi sem hann er.

Það er eiginlega ekki svo mikið meira um bókina að segja annað en að þetta er stórgóð bók sem allir ættu að lesa. Kennir manni líka að dæma ekki teiknimyndasögur of harkalega, þær geta oft leynt á sér.

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Bók 34: Maus eftir Art Spiegelman

  1. Bakvísun: Bók 37: The Complete Dororo eftir Osamu Tezuka | Elísabet les

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s