Bók 35: The Song of Achilles eftir Madeline Miller

achilles2Ég hafði heyrt rosalega hluti um þessa bók, hún var á mörgum topplistum yfir bestu bækur ársins 2012 og hún vann Orange Prize í fyrra. Ég fékk mér hana því á Kyndilinn og las í lestunum.

Sagan segir frá ólíklegri vináttu Patroclusar sem er arflaus konungsonur sendur til Phithiu til þess að alast þar upp og Achillesar, sonar Peleusar konungs Phithiu. Í gegnum Petroclus kynnumst við Achilles á hans uppvaxtarárum og alla leiðina í Trójustríðið. Drengirnir tveir eru eins ólíkir og tveir drengir geta verið en fljótlega eftir kynþroska þróast vinátta þeirra yfir í ástarsamband sem á eftir að endast þeim út ævina.

Það voru mjög fallegar lýsingarnar af sambandi Petroclusar og Achillesar í bókinni og áhugavert að kynnast mjúku hliðinni á þessum mikla stríðskappa. Það var líka gaman að lesa um Trójustríðið frá öðru sjónarhorni, þ.e. í gegnum augu Petroclusar og ást hans á Achillesi. Að því sögðu hreif bókin mig ekkert rosalega, mér fannst hún alls ekki leiðinleg en heldur ekki virði meira en þriggja og hálfra stjarna. Kannski var ég bara með of háar væntingar til hennar útaf öllu umtalinu.

Ég var svo að komast að því í gær að Madeline Miller mun heimsækja Bókmenntahátíðina í Reykjavík núna í haust og verð að viðurkenna að ég væri meira en til í að vera með. Rachel Joyce sem skrifaði Hina ótrúlegu pílagrímsgöngu Harolds Fry verður þar líka! Og margir aðrir áhugaverðir höfundar sem væri eflaust mjög fróðlegt að kynnast betur. Þetta gefur mér smá heimþráarstrengi.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s