Bók 36: The Orphan Master’s Son eftir Adam Johnson

Orphan-Masters-Son-with-Pulitzer-BurstÉg heyrði upphaflega um þessa á hlaðvarpinu Books on the Nightstand sem ég hlusta reglulega á. Ég keypti hana svo þegar ég sá hana í bókabúðinni hér í Osló með bestu enskudeildina, Norli í Universitetsgata. Á kápunni kemur fram að bókin hafi hlotið Pulitzer verðlaunin nú í ár fyrir skáldsögur.

Sagan gerist í Norður Kóreu og strax þar hefur hún athygli mína þar sem mér finnst N-Kórea ótrúlega áhugaverður staður. Ekki það að mig langi neitt sérstaklega að dveljast þar, áhugi minn stafar frekar aðallega að því hversu öðruvísi landið er og hversu lítið af upplýsingum við höfum um daglegt líf þar. Johnson tekst að gefa okkur smá smekk af því í bókinni en svo er hann líka með frábæra og fáránlega sögu sem gæti hvergi annarsstaðar átt sér stað.

Í hnotskurn segir bókin frá Pak Jun Do, syni manns sem rak munaðarleysingjahæli, og ævintýrum hans í Norður Kóreu og víðar. Fyrsta vinnan hans er við það að stunda mannrán frá ströndum Japans. Framan af á ævi sinni gerir hann nefninlega, líkt og flestir aðrir N-Kóreubúar, það sem hann er skipaður í af yfirvöldum en þegar það gerist nauðsynlegt fyrir hann að taka ábyrgð á sínum eigin örlögum fer sagan virkilega á flug.

Johnson tekst að gefa okkur smakksprufu af lífinu í N-Kóreu í gegnum frásögn hans af Pak Jun Do og það sem sló mig er hversu ótrúlegt það er sem er lagt á marga þar. Fangabúðirnar alræmdu eru náttúrulega bara brotabrot af hörmungunum en þangað er fólk iðulega sent án dóms og laga, oft til lífstíðar, fyrir brot eins og að vera mögulega ekki sammála stjórninni eða að vera kristið. Ég vil ekki að það skiljist sem svo að fangabúðirnar séu í einhverju aðalhlutverki í bókinni, því þær eru það alls ekki, mér finnst þetta bara hræðilegar staðreyndir og merkilegar fyrir það hversu lítið er fjallað um þær.

Aftur að bókinni sjálfri. Mér finnst titillinn á henni svolítið fráhrindandi og gefa í skyn að hún innihaldi einhverskonar rómantíska sögu um samband sonar við föður sinn en það gæti vart verið fjarri sannleikanum enda faðirinn varla persóna í bókinni. Johnson nær að segja okkur frá mjög mörgum hliðum norður kóresks samfélags með ævintýrunum sem Pak Jun Do lendir í og ég var mjög ánægð með það. Sérstaklega var skemmtilegt hvernig hann hafði leiðtoga N-Kóreu á þeim tíma, Kim Jong-il eða „Dear Leader“ með sem persónu í sögunni. Þetta er bæði rosalega skemmtileg og á sama tíma áhugaverð bók sem ég held að hafi bara aukið áhuga minn á Norður Kóreu ef eitthvað er.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s