Bók 37: The Complete Dororo eftir Osamu Tezuka

dororo1Þetta er manga safn og fyrsta alvöru manga-ið sem ég les. Höfundurinn er japanskur og er frægastur fyrir að hafa skrifað Astro Boy, sem gerð var að teiknimynd í fullri lengd, en samkvæmt Goodreads er hann stundum kallaður faðir anime. Eftir að hafa komist að þessu í símanum mínum, þegar ég sá safnið í teiknimyndasöguhillunni á bókasafninu mínu (þegar ég var þar til að ná í Maus), ákvað ég að grípa hana og lesa. Mig hefur lengi langað til að lesa eitthvað manga en aldrei vitað alveg hvar ég ætti að byrja. Þetta var því mjög hentugt.

Sagan segir frá Hyakkimaru en áður en hann fæðist gerir faðir hans samning við hóp af djöflum sem gerir það að verkum að hann kemur í heiminn án 48 líkamsparta. Hann er yfirgefinn af foreldrum sínum en alinn upp af manni sem útbýr hann þannig að hann getur litið út eins og venjuleg manneskja, með gervifætur og -hendur, -augu, -eyru og -nef (auk ýmislegs annars ábyggilega). Þegar Hyakkimaru er orðinn nógu gamall þarf hann svo að berjast við hvern og einn af djöflunum 48 til þess að endurheimta líkamspartana sína. Við fylgjum honum á þeim ævintýrum en hann kynnist líka litlum þjófi að nafni Dororo sem slæst í för með honum.

Mér fannst aðallega gaman að lesa þessa bók uppá það að hafa núna lesið „alvöru“ manga. Það tók mig samt smá tíma að venjast því við lesturinn að fletta ekki bara „afturábak“ heldur að lesa myndirnar á hverri síðu frá hægri til vinstri og ekki nóg með það, heldur þurfti ég líka að passa það að ef tvær talblöðrur voru inni á sömu myndinni átti maður að lesa þá sem er hægra megin fyrst. Það var rosa „alvöru“ eitthvað við það.

Eftir lesturinn var mér það ekki alveg ljóst af hverju sagan er kölluð Dororo þegar hún snýst aðallega um Hyakkimaru. Hún er samt mjög skemmtileg, bardagarnir flottir og sagan skrifuð með ákveðnum húmor sem kom vel út. Á heildina litið er innihaldið samt frekar grunnt og margir endar óhnýttir í lok bókarinnar. Endirinn er líka mjög snöggur og ekkert byggt upp að honum að ráði. Kannski er manga bara þannig, að eftir lesturinn líður manni meira eins og maður hafi horft á skemmtilega spennu-/grínmynd en lesið eitthvað sérstaklega áhrifamikið. Ef svo er læt ég þetta kannski duga fyrir manga lestur minn, allavega í bili.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s