Bók 38: Korter eftir Sólveigu Jónsdóttur

JPV332671Mig hafði lengi langað að lesa þessa bók og keypti mér eintak síðast þegar við vorum á Íslandi. Mér datt í hug að þetta gæti verið ágæt bók til að taka með í sumarfrí svo ég byrjaði á henni í fluginu á leiðinni í fríið og kláraði hana í fallegum almenningsgarði í Bordeaux.

Bókin segir sögur fjögurra ungra kvenna í Reykjavík, Hervarar, Míu, Karenar og Silju en þær eiga það allar sameiginlegt að vera í karlavandræðum af einhverjum toga. Ein kemur að manninum sínum í rúminu með annarri, önnur er að sofa hjá háskólaprófessornum sínum, kærasti þeirrar þriðju er nýbúinn að segja henni upp og sú fjórða er einhleyp en á erfiða reynslu að baki sem gerir það að verkum að hún tekur ekki bestu ákvarðanirnar í ástarmálum. Hver kafli í bókinni er svo tileinkaður einni konunni en síðan flettast sögur þeirra lauslega saman.

Nafnið á bókinni kemur frá kaffihúsinu Korter í miðbæ Reykjavíkur þar sem Hervör er í hlutastarfi en einnig þýðir korter náttúrulega fjórðungur og samsvarar því vel sögunum fjórum sem saman mynda hér eina heild.

Þetta er skemmtileg og vel skrifuð bók. Mér fannst Sólveig gera það mjög vel að flétta sögur kvennanna fjögurra saman á óvænta máta svo ég vil ekki spilla því hvernig þær tengjast hér. Söguhetjurnar hennar eru líka allar flottar, heilsteyptar konur þó svo að þær séu auðvitað langt frá því að vera fullkomnar manneskjur, enda væri hundleiðinlegt að lesa um fullkomnar manneskjur. Ég get eiginlega ekkert slæmt sagt um þessa bók, enda var hún alveg nákvæmlega það sem ég var að leita eftir og hinn fullkomni félagi í fríið, eins og mig hafði grunað. Mæli einshugar með henni.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s