Bók 39: Americanah eftir Chimamöndu Ngozi Adichie

americanah_originalÞessi bók kom út í ár og hefur fengið mjög gott umtal. Það kom mér samt verulega á óvart þegar ég sá hana á litla bókasafninu mínu hérna í úthverfi Oslóar þar sem enskudeildin er uppfærð á sirka tíu ára fresti, af aldri flestra titlana að dæma. Ég þurfti því að sjálfsögðu að taka bókina að láni en hún passar líka ágætlega inní stefnuna sem ég er að reyna að tileinka mér, þ.e. að lesa ekki bara bækur sem koma úr heiminum sem ég þekki (Bandaríkin, Bretland, Skandinavía, Ísland) heldur að kynnast aðeins öðrum löndum í gegnum skáldskap, því þegar maður hefur ekki tækifæri til þess að ferðast í líkama er næst best að gera það í huganum.

Americanah segir nefninlega frá Ifemelu sem býr að vísu í Bandaríkjunum en hún er frá Nígeríu og er að fara að flytja aftur þangað heim. Þegar bókin byrjar fer Ifemelu á hárgreiðslustofu til að láta flétta á sér hárið fyrir brottförina. Á meðan hún situr í stólnum fer hún að hugsa til baka og þannig er sagan að mestu leiti sögð. Við lesum um æsku hennar í Nígeríu og æskuástina hennar Obinze en líka um flutningana til Bandaríkjanna og líf hennar og ástarævintýri þar. Samhliða sögu Ifemelu lesum við um ævi Obinze eftir að leiðir þeirra skildust og tilraun hans til að skapa sér líf í Bretlandi. Síðasti partur bókarinnar segir svo frá lífi Ifemelu í Nígeríu eftir að hún hefur flust til baka og afskiptum hennar af Obinze sem er líka kominn heim.

Adichie, höfundur bókarinnar, hefur ekki farið dult með það að hún er með þessari bók að reyna að koma ákveðnum skilaboðum til leiðar. Hún gefur Ifemelu nefninlega mjög sterka rödd og þar að auki blogg sem mikið er vitnað í í bókinni en bloggið fjallar um upplifun Ifemelu í Bandaríkjunum sem „Non-American Black“. Auk þess sem fram kemur í beinum tilvitnunum í bloggið er mikið af hugleiðingum um kynþátt og menningu tengda honum í bókinni og það fannst mér allt mjög áhugavert. Grunnliggjandi er innsýnin að innflytjendur frá Afríku hafa aldrei upplifað sig beinlýnis sem „svarta“ fyrr en þeir koma til Bandaríkjanna og eru þar hópaðir með svörtum Ameríkönum sem þeir eiga annars ekkert sameiginlegt með.

Einnig fjallar Adichie um upplifunina af því að flytjast til og setjast að í nýju landi, bæði með reynslu Ifemelu í Bandaríkjunum og Obinze í Englandi, en það talaði mikið til mín persónulega þar sem ég hef gert það tvisvar að flytjast til annars lands og það er alltaf jafn erfitt. 

Sumt fannst mér aðeins ólíklegt í plottinu í bókinni og það truflaði mig lítið eitt. Helst það hversu auðvelt það var fyrir Ifemelu að lifa af blogginu sínu. Hún gerir það meira að segja tvisvar sinnum, með sitthvort bloggið, en í seinna skiptið þegar hún býr í Nígeríu og er að blogga um lífið þar fannst mér ennþá ólíklegra að henni tækist svo auðveldlega og fljótlega að lifa af því að blogga. Það voru nokkrir aðrir smávægilegir hlutir sem bögguðu mig en það var samt ekki nóg til þess að draga að einhverju magni úr ánægjunni við lesturinn..

Á heildina litið fannst mér þetta mjög áhugaverð og heillandi bók. Hún gaf mér innsýn inní reynslu og heim sem er annar en minn eigin en á sama tíma gat ég samsvarað mér í mörgu. Hún var auk þess skemmtileg aflestrar. Ég held að það sé ekki hægt að biðja um mikið meira.

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Bók 39: Americanah eftir Chimamöndu Ngozi Adichie

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s