Bækur sem fólk lýgur um að hafa lesið

Ég ætla að brjóta aðeins út af vananum og fjalla um bókatengt efni í dag í stað venjulegu bókrýninnar. Samkvæmt nýlegri könnun sem fjallað var um á vefsíðu The Guardian er búið að taka saman topp tíu bækur sem fólk lýgur um að hafa lesið. Það er ekki tekið fram hvaða könnun það var sem komst að þessari niðurstöðu, né hvaða fólk var spurt en ég geri ráð fyrir því að það hafi verið fólk í Bretlandi þar sem The Guardian er breskt blað. Hérna má nálgast þráðinn á TheGuardian.com en listinn er á þessa leið:

 1. 1984 eftir George Orwell
 2. War and Peace eftir Leo Tolstoy 
 3. Great Expectations eftir Charles Dickens 
 4. The Catcher in the Rye eftir JD Salinger
 5. A Passage to India eftir EM Forster
 6. Lord of the Rings eftir JRR Tolkien
 7. To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee
 8. Crime and Punishment eftir Fyodor Dostoevsky
 9. Pride and Prejudice eftir Jane Austen
 10. Jane Eyre eftir Charlotte Bronte

Núna hef ég lesið allt á þessum lista fyrir utan númer 2 og númer 5, eða átta bækur af tíu.

Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei haft áhuga á að lesa Stríð og frið eftir Tolstoy, númer tvö á listanum. Ég las Önnu Kareninu sem unglingur, aðallega til þess að geta sagst hafa lesið hana, og þó að ástarsagan hafi verið falleg man ég að mér fannst hann vera með alltof mikla útúrdúra um garðyrku og fleira sem lagði ekkert til bókarinnar annað en að láta lesendanum leiðast. Það sem ég er að reyna að segja með því er að ef tragísk ástarsaga getur verið ÞAÐ leiðinleg get ég ekki ímyndað mér leiðindin sem felast ábyggilega í Stríði og friði, sérstaklega þar sem mér leiðist venjulega ekkert meira í bókum en lýsingar á stríði.

Hina bókina sem ég hef ekki lesið, A Passage to India, veit ég voðalega lítið um. Mig hefur alltaf meira langað að lesa Howard’s End eftir Forster en ef til vill ætti ég að kíkja á þessa.

Ég skil beinlýnis ekki af hverju margir ljúga um sumar af þessum bókum. Það er ekki eins og To Kill a Mockingbird eða Catcher in the Rye séru sérstaklega langar, né heldur 1984. Kannski er það af því að flestar þessar bækur eru skyldulesning í skólum og þá þarftu að segjast hafa lesið þær ef þú ert á annað borð búinn að útskrifast úr skóla. Eða, eins og góður vinur benti á þegar ég var að tala um þennan lista við hann, kannski er fólk að vitna í bækurnar og þarf því að þykjast hafa lesið þær. Eins og „Ó, þetta er bara Orwell-ískt (‘Orwellian’), alveg hreint“ þegar það er að tala um hvað stjórnvöld skipta sér mikið af borgurum eða eitthvað slíkt.

Af þeim átta sem ég hef lesið myndi ég telja To Kill a Mockingbird á meðal minna uppáhalda auk Pride and Prejudice og Great Expectations. Lord of the Rings er náttúrulega í sérklassa en þar leiddist mér samt rosalega bókin í miðjunni sem inniheldur mikið af bardögum sem og hlaupum yfir víðan völl. Af verkum Brontë systra sem ég hef lesið (sem, ókey, eru bara tvær) finnst mér Wuthering Heights eftir Emily Brontë miklu áhrifameiri en Jane Eyre.

Mér þætti mjög fróðlegt að heyra hvort svona könnun hefur einhverntíma verið framkvæmd á meðal íslenskra lesenda. Hvað ætli Íslendingar ljúgi mest um? Íslendingasögurnar og Eddu kvæðin líklega. Hvað með Sjálfstætt fólk eða annað eftir Laxness? Eitthvað eftir Þórberg Þórðar? Arnald??

Auglýsingar

3 hugrenningar um “Bækur sem fólk lýgur um að hafa lesið

 1. Ég tek ofan af fyrir þér að hafa lesið 8 af þessum 10. Sjálf hef ég lesið 5, nr. 4 og 6-10. Ég las animal farm í skóla, og langar bara ekki neitt að lesa 1984. Stríð og friður hefur aftur á móti verið lengi á „to do“ listanum.
  Flott grein hjá þér 🙂 Gaman að lesa svona 🙂

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s