Bók 40: May We Be Forgiven eftir A.M. Homes

may-we-be-forgivenÉg tók þessa bók fram eftir að hún vann Women’s Prize for Fiction í ár (það sem áður hét Orange Prize).

Plottið virkaði mjög áhugavert framan af. Bróðir Harrys snappar og drepur konuna sína, sem vill svo til að var að halda við Harry. Harry stígur þá svo að segja inn í líf bróur síns, flytur inn í húsið hans, gengur í fötunum hans og hugsar um börnin hans og gæludýr. Hann hefur líka hvort eð er í rauninni misst gamla lífið sitt út af skandalinum í kringum bróðurinn og framhjáhaldið. Við heyrum samt alltaf bara af þessum skandal mjög óljóst og í gegnum framkomu annarra persóna við Harry. Ég hélt einhvernveginn að það yrði svo meira gert með þetta, við myndum komast að einhverju „tvisti“ en það varð ekki, sem olli smá vonbrigðum.

Eitthvað er ponsu ekki í lagi við Harry og söguna hans og lofar það góðu í fyrstu. Það fór samt ansi fljótt að bögga mig hversu passívur Harry er gerður. Hlutir bara koma fyrir hann og það er ekki beinlínis eins og hann láti sig hafa þá heldur er frekar eins og þeir fái ekkert á hann til að byrja með, hann bara breytir lífi sínu til samræmis. Það er þetta tilfinningaleysi sem gerði hann virkilega óraunverulegan fyrir mér, sagan er nú einu sinni sögð frá hans sjónarhorni, hann hlýtur að hafa einhverja skoðun á því sem kemur fyrir hann.

Dæmi: Frekar rugluð kona sem Harry hafði lauslega verið að hitta skilur einn góðan veðurdag eftir elliæra foreldra sína hjá honum og lætur sig svo hverfa. Hann fer þá bara að hugsa um foreldrana og lætur þá búa hjá sér, eins og það sé það eðlilegasta að gera í stöðunni! Ekki það að koma þeim fyrir einhversstaðar! Og aldrei fáum við nokkurn smjörþef af því að þetta sé að trufla hann, að öðru leiti en að þetta sé kannski svolítið óþæginlegt.

Það var margt annað sem böggaði mig við lesturinn, hlutir sem virkuðu bara óraunverulegir eins og til dæmis hvernig fer fyrir bróðurinum ásamt fleiru. Samt hélt ég alltaf áfram að lesa, kannski af því að ég var alltaf að búast við einhverri fléttu eða viðsnúningi. Þegar upp var staðið sat ég eftir með svona “meh” tilfinningu gagnvart bókinni. Ég skil satt að segja ekki alveg hvernig dómnefnd Women’s Prize for Fiction gat fundist þetta vera besta bók ársins eftir konu sem skrifar á ensku.

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Bók 40: May We Be Forgiven eftir A.M. Homes

  1. Ég las bókina This book will save your life eftir þennan höfund. Ég hafði einmitt mjög svipaða tilfinningu gagnvart henni og þú ert að lýsa. Aðalpersónan er einhvern veginn „skrítin“ og maður er að bíða eftir einhverri afhjúpun eða twisti, en svo heldur sagan bara áfram í sínum skringileika. Ég reyndi líka að lesa The end of Alice en gafst upp.

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s