Bók 41: Cuckoo’s Calling eftir Robert Galbraith

CuckoosCallingCoverVerandi mikill Harry Potter aðdáandi fannst mér mig bera ákveðna skildu til þess að lesa þessa bók eftir að það kom í ljóst núna í júlí að JK Rowling skrifaði hana undir dulnefni en bókin kom út í apríl í ár. Til þess að vera fullkomlega hreinskilin hefði ég aldrei annars tekið hana upp.

Þetta er krimmi og fjallar um fyrrverandi herlögreglumanninn Cormoran Strike. Strike hætti í hernum eftir að hafa misst annan fótinn í sprenjuárás í Afghanistan og gerðist einkaspæjari í London. Þegar sagan hefst fær Strike það mál í hendurnar að rannsaka dauða fyrirstætu og samkvæmisljóns í London sem lést eftir að hafa fallið fram af svölunum í íbúð sinni. Rannsókn lögreglu komst að þeirri niðurstöðu að dauðsfallið væri sjálfsvíg en þessu er bróðir fyrirsætunnar ekki sammála og leitar þess vegna á náðir Strike.

Strike er svona týpískur spæjari sem er ekki með hlutina á hreinu í einkalífinu og reykir og drekkur of mikið . Hann heillaði mig þess vegna ekkert alltof mikið og málið og úrvinda þess fannst mér snúast of mikið um upplýsingaöflun og ég sem lesandi ekki fá nógu mikið af eiginlegri sögu.

Rowling tókst samt, þrátt fyrir þessa vankanta að halda athygli minni alla bókina í gegn, enda skemmtilegur og stórgóður penni. Úrlausn málsins var líka mjög sniðug og maður gat mikið reynt að „taka þátt“ með því að reyna að giska sjálfur. Ég er reyndar alltaf rosalega léleg í svoleiðis en það er samt skemmtilegt að finnast eins og maður eigi möguleika á að geta leyst málið sjálfur, alltaf jafn leiðinlegt þegar höfundurinn kemur með lausn í lokinn sem byggist á einhverju sem lesandi gat ómögulega vitað. Ánægjan endar samt við söguna sjálfa sem ég vildi að hefði verið aðeins áhugaverðari.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s