Bók 42: The Demonologist eftir Andrew Pyper

demonologistHryllingsbók fyrir hrekkjavöku! Ég elska þennan árstíma og allt sem í honum felst, þar á meðal hrekkjavöku enda svaka hryllingsmyndaaðdáandi. Ég reyni þess vegna að finna mér einhverjar ógnvekjandi bókmenntir til þess að lesa í þessum mánuði og ég hafði heyrt fjallað um þessa í hlaðvarpinu Books on the Nightstand. Aftan á bókinni stendur að maður þurfi að passa sig á að lesa hana ekki rétt fyrir svefn af því að hún sé svo ógnvekjandi en það hljómaði eins og einmitt það sem ég var að leita eftir.

Bókin fjallar um háskólaprófessorinn David Ullman sem kennir við Columbia í New York og er sérfræðingur í Paradísarmissi (Paradise Lost) eftir John Milton. Paradísarmissir fjallar einmitt mikið um djöfulinn og fylgisveina hans og hefur Ullman því orðið þekktur innan menntaheimsins sem eins konar djöflafræðingur. Hann fær dularfullt, en að því er virðist einfalt, verkefni sem krefst stuttrar ferðar til Feneyja og ákveður að taka unga dóttur sína með sér. Þar eiga undarlegir hlutir sér stað sem virðast eiga eitthvað skilt við andsetningu og áður en David getur komið þeim í burtu lætur dóttir hans sig falla ofan af hótelþaki og í síkið fyrir neðan. Það síðasta sem hún segir við pabba sinn áður en hún fellur, og hverfur síðan sporlaust, eru orðin „Finndu mig“ og það er nákvæmlega það sem hann eyðir afganginum af bókinni í að reyna að gera.

Mér fannst bókin byrja rosa vel og vera virkilega ógnvekjandi en hún missti dampinn fljótlega fyrir mig og varð aldrei meira en ögn krípý eftir það. Hún var alls ekki leiðinleg en bara ekki það sem ég hafði búist við. Kannski var partur af því að allur seinni helmingur bókarinnar fer í ferðalag fram og aftur um Bandaríkin sem í samanburði við Feneyjar er mest óspennandi staður sem ég get hugsað mér. Efnileg bók sem tekst ekki að standa undir væntingum sem ógnvænleg.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s