Bók 43: The Devil in Silver eftir Victor LaValle

insilverHryllingsbók fyrir hrekkjavöku, númer 2. Ég man satt að segja ekki hvar ég heyrði fyrst um þessa en ég var búin að bæta henni á Goodreads listann minn fyrir hrekkjavöku-/haustlestur fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hún kom fyrst út í ágúst í fyrra.

Sagan á sér stað á geðdeild eða geðsjúkrahúsi í útjaðri New York borgar. Hún byrjar þegar Pepper er lagður þar inn fyrir slagsmál af því að löggan sem handtekur hann sleppur við skýrslugerð ef hún leggur glæpamanninn inn frekar en setur hann í steininn. Pepper á upphaflega bara að vera inni í fáeina daga en en það er fljótt að breytast þegar hann gerir eitthvað smávægilegt af sér og lengir þar með „afplánunina“. Eftir stutta dvöl kemst hann að því að það er meira að á geðsjúkrahúsinu en verkferlar og starfsfólk sem er alveg sama um sjúklingana, því djöfullinn sjálfur virðist nefninlega vera á meðal þeirra. Og hann er að drepa sjúklingana einn og einn án þess að nokkur lyfti litlafingri til að stoppa það.

Þetta hljómar mjög vel, allavega fyrir ruglaðan hryllingsaðdáanda eins og mig. En þá þarf úrvinnslan líka að vera nógu góð til að standa undir því og halda dulúðinni og spennunni. Það gerir þessi bók því miður ekki. Ég meina, hérna erum við með spítala fullan af geðsjúklingum og djöful lokaðan inni með þeim. Sögumaðurinn er mögulega/mögulega ekki geðveikur sjálfur, allavega var ég alltaf að bíða eftir afhjúpuninni sem myndi sýna okkur að hann hafi í raun og veru verið klikkaður allan tímann. Svo er einhvernveginn ekkert gert meira með þetta og sagan látin snúast meira um samskipti sjúklinganna og aðstæðurnar á deildinni og í kerfinu þarna almennt. Til að bæta gráu ofan á svart er svo djöfullinn sýndur, þ.e. honum lýst í smáatriðum, mjög snemma sem minnkar mikið hræðsluna við hann sem hið óþekkta.

Bókin var auk þess skrifuð frekar undarlega því inn á milli ávarpar LaValle lesandann beint og oft þá í gríntóni, kemur með einhverja frekar aulalega brandara áður en hann heldur svo áfram með söguna eins og ekkert hafi í skorist. Mér fannst það alveg eyðileggja stemninguna sem hann var annars að skapa í frásögninni.

Í hnotskurn: Ekkert leiðinleg bók en hún er ekki alveg nógu ákveðin í því hvað hún ætti að vera og ekki alveg nógu fagmannlega skrifuð.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s