Bók 44: Doctor Sleep eftir Stephen King

Doctor_SleepÞegar ég frétti fyrst af því að Stephen King væri búinn að skrifa framhald af einni bestu bókinni sinni, The Shining, vissi ég að ég yrði að lesa hana. Hún passaði líka svona prýðilega inn í lestrarvenjur mínar núna í október sem hryllingsbók fyrir hrekkjavöku – líklega það sem útgefendurnir voru að spá í almennt þegar þeir gáfu bókina út í september.

Það var samt ekki laust við smá trega hjá mér þegar ég settist fyrst niður við lesturinn. Eins og er oft hætta með framhöld var ég auðvitað hrædd um að bókin myndi ekki standast samanburðinn við fyrri bókina og jafnvel draga úr ágæti hennar. En auk þess hef ég nýlega misst svolítið trúna á King, sérstaklega efti að hafa lesið It eins og ég fjallaði um í mars. Það er frekar sorglegt fyrir mig þar sem hann var á meðal minna uppáhalda sem unglingur og bækurnar hans voru þær fyrstu sem ég las á ensku. Bækur eins og Firestarter, Misery, Carrie og jafnvel Tommyknockers og Gerald‘s Game hafði ég öllum eins gaman af. Og auðvitað var The Shining í þessum hóp líka.

Það kom samt í ljós fljótlega að það var ekkert að óttast. Bókin heldur sögu litla „Redrum“ stráksins úr The Shining, Dan Torrance, áfram. Dan hefur því miður fetað í fótspor föður síns og er alkóhólisti enda hjálpar áfengið honum að deyfa „the shining“ eða skyggnigáfuna. Hann lifir á flakki um Bandaríkin og hefur ekki mikið gert við líf sitt. Hann reynir samt að snúa við blaðinu og um svipað leiti verður lítil stúlka, Abra (eins og „ka-da-bra“), á vegi hans en hún er með svipaða hæfileika og hann sjálfur.

Ég veit ekki hversu mikið meira ég ætti að segja en það kemur í ljós að til er hópur af skrítnu flökkufólki í Bandaríkjunum sem lifir á sálum lítilla sérstakra barna og fyrir þeim er Abra eins og heilt jólahlaðborð.

Ég hafði mjög gaman af þessari bók og hún var virkilega óþæginleg og ógnvekjandi á pörtum. Og þá á ég við á góðan hátt. King gleymdi sér aldrei í tilgangslausum hliðarsögum eins og ég var hrædd um og ekkert óviðeigandi hópkynlíf á sér stað á meðal barna. Hann er að sjálfsögðu rosalegur sögumaður og náði virkilega að njóta sín hér. Bókin er allt öðruvísi en forrennari hennar en hún virkar samt á sinn hátt.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s