Bók 46: Middlemarch eftir George Eliot

cover_imageÉg er rosalega hrifin orðin af því að hlusta á svona gamlar enskar bókmenntir af hljóðbók þegar ég vil slaka á. Það er ekkert sem er eins kósý svona rétt fyrir svefninn eins og bresk saga um ástir og örlög þar sem það hræðilegasta sem gerist er að einhver er sviptur arfinum sínum eða fær ekki að giftast þeim sem hann eða hún vill.

Middlemarch er semsagt alveg fullkomið dæmi um svona kósý gamla enska bók en hún kom fyrst út árið 1871 og bar þá hinn yndislega undirtitil „A Study of Provincial Life“ eða Rannsókn á sveitalífi. George Eliot var pennanafn Mary Ann Evans en á þessum tíma var ekki óalgengt fyrir konur sem vildu vera teknar alvarlega að skrifa undir karlmannsnafni, Brontë systur gerðu það til dæmis líka.

Bókin gerist á 19. öldinni í tilbúna bænum Middlemarch og sýður í raun saman nokkrar sögur af fólkinu í bænum. Í bókinni fáum við m.a. að kynnast Dorotheu Brooke sem hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvers konar manni hún vill giftast en svo leiðir sagan það í ljós hversu vel ígrundaðar þær skoðanir voru. Við kynnumst líka nýja þorpslækninum Lydgate og hans vali á kvonfangi sem virðist ef til vill vera byggt á of yfirborðskenndum þáttum. Svo er það arfurinn blessaði sem ekki skilar sér þangað sem honum er ætlað, eins og ég minntist á hér að ofan, en það er hinn ungi Fred Vincy sem verður fyrir barðinu í þeim söguþræði.

Þessi saga kannar mörg málefni, þeirra á meðal hjónabandið og stöðu kvenna í því sem og hinar háleitu hugmyndir sem við höfum oft um okkur sjálf eða aðra og hvað gerist þegar þær komast í kast við raunveruleikann. Bókin er talin meðal klassískra enskra bókmennta í dag og hún stóð fyllilega undir þeim væntingum sem sú flokkun skapaði í huga mér.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s