Bók 47: Beloved eftir Toni Morrison

beloved2Ég hef rosalega lengi verið á leiðinni að lesa þessa bók enda hef ég lesið flest annað eftir Toni Morrison en hún hlaut Pulitzer verðlaunin fyrir þessa árið 1988 og svo Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fimm árum seinna. Af einhverri ástæðu hafði ég samt látið bókina hræða mig því ég hélt að hún væri voða þung og erfið lestrar. En ég ákvað samt núna loksins að láta slag standa, fékk mér hana á Kyndilinn og sá heldur betur ekki eftir því.

Það er frekar erfitt að útskýra söguþráðinn í þessari bók þar sem Morrison notast mikið við töfraraunsæi (eins og ég ímynda mér að „magical realism“ útleggist á íslensku). Bókin gerist eftir þrælastríðið í Bandaríkjunum og segir sögu Sethe. Sethe er fyrrum þræll sem strauk úr þrælhaldi til nágrannafylkis þar sem hún gat lifað frjáls með börnunum sínum fjórum, tveimur strákum og tveimur stelpum. Þegar bókin hefst býr hún samt ein með dóttur sinni í reimdu húsi, en reimleikarnir eru taldir stafa af eldri dóttur hennar sem lést mjög ung við vofeiglegar aðstæður. Báðir synir Sethe hafa flutt að heiman vegna reimleikanna. Þegar annar sloppinn þræll af sömu plantekru og Sethe var, Paul D., fær að dveljast hjá þeim hætta reimleikarnir mjög skyndilega en þess í stað birtist dularfull ung kona sem segist bara heita Beloved. Í nafn hennar er hægt að lesa ýmislegt en „Beloved“ var einmitt eina orðið sem Sethe hafði efni á að láta rita á legstein látinnar dóttur sinnar.

Við komumst að því um miðbik bókarinnar nákvæmlega hvað kom fyrir eldri dóttur Sethe og því hika ég aðeins við að segja frá því en á sama tíma komst ég að því eftir lestur bókarinnar að hún er að hluta til byggð á sönnum atburðum sem tengjast einmitt dauða dótturinnar. Ég ráðlegg því þeim sem ekki vilja vita þetta að hætta að lesa þessa málsgrein hér og hoppa beint yfir í þá næstu. Fyrir þá sem vilja vita meira er hægt að merkja textann hér á milli örvanna (þ.e. „highlight-a“) til að lesa.

–>Það kemur semsagt í ljós að Sethe drap sjálf dóttur sína þegar þrælafangari ætlað að grípa hana og börnin og senda til baka á plantekruna. Hún taldi börnum sínum betur fyrir komið dauðum en í þrældómi en náði bara að drepa elstu dótturina áður en hún var stoppuð.<–

Þetta er rosalega mögnuð bók og í henni tekst Morrison ekki aðeins að segja okkur áhugaverða og átakanlega sögu en einnig að gefa okkur smjörþefinn af þjáningum þrælanna í Bandaríkjunum. Hún treystir lesendum sínum auk þess fullkomnlega til þess að átta sig á hlutunum þó svo að hún segi okkur ekki allt með berum orðum og það er eitt af því sem mig hefur alltaf líkað svo vel við hana sem rithöfund. Þetta var átakanleg en afskaplega fallega skrifuð saga sem ég er mjög ánægð með að hafa loksins lesið.

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Bók 47: Beloved eftir Toni Morrison

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s