Bók 48: On Cats eftir Doris Lessing

oncatsSem mikill kattaunnandi þá stóðst ég ekki mátið þegar ég sá þessa litlu krúttaralegu bók í bókabúð í Osló. Það að hún er auk þess eftir Nóbelskáldið Doris Lessing gerði hana svo ennþá meira freistandi.

Ég er búin að vera að lesa bókina af og á í nokkrar vikur en hún samanstendur af þremur sögum um kettina í lífi Lessing. Fyrsta sagan gerist í Rhodesíu (nú Zimbabwe) þar sem Lessing bjó sem barn og kettir voru frekar húsdýr en gæludýr. Þeir fjölguðu sér mikið og þurfti reglulega að lóga til þess að halda fjöldanum í skefjum. Þetta hefur ef til vill litað viðhorf Lessing til katta seinna á ævinni, eins og seinni tvær sögurnar sýna okkur en þær fjalla um ákveðna ketti í lífi Lessing þegar hún er fullorðin og býr í Englandi. Hún nefninlega var ekkert voða dugleg við það að annað hvort láta læðurnar sínar á getnaðarvarnir eða taka þær úr sambandi og þurfti því sí og æ að vera að lóga kettlingunum þeirra. Þetta skildi ég ekki alveg nógu vel, er betra að vera sífellt að drepa litla kettlinga en einfaldlega taka læðurnar bara af markaðinum?

Hún segir samt líka sögur um kettina sína sem sýna mismunandi persónuleika þeirra og það var gaman að lesa það. Þetta var fín svona uppfyllingar-bók, en ekkert rosalega mikið meira en það.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s