Bók 49: The Interestings eftir Meg Wolitzer

style-agenda-meg-w_2633159aÞessa bók var mikið verið að fjalla um á tímabili í ár og hún var á metsölulista New York Times. Ég held að ég hafi heyrt fjallað um hana í NPR Books hlaðvarpinu.

Bókin segir sögu vinahóps og skiptist á að segja okkur söguna útfrá sjónarhorni mismunandi vina í hópnum. Þau kynnast í sumarbúðum fyrir listhneigða unglinga og eru öll mjög efnileg á mismunandi sviðum. Ethan er rosalega góður teiknari, Ash er dramatískur leikari, Jules er gamanleikari, Jonah er tónlistarmaður og Cathy er dansari. Þau ákveða að kalla sig The Interestings eða hin áhugaverðu á örlítið kaldhæðinn hátt en það sem er svo virkilega áhugavert við bókina er hvernig hún fylgir eftir ævi þessara fimm vina og hvernig það rætist úr hæfileikum þeirra sumra en ekki allra. Bókin sýnir okkur líka hversu erfitt það getur verið að horfa upp á fólk sem er nákomið þér láta alla sína drauma rætast á meðan þínir halda ávalt áfram að vera utan seilingar.

Ég upplifði svo virkilega súrealískt augnablik við lestur bókarinnar þegar ég var í járnbrautalest í Noregi að lesa ameríska bók sem allt í einu fer með sögupersónurnar sínar til Reykjavíkur! Ég vil ekki segja frá því af hverju lesandinn finnur sig allt í einu í Reykjavík af því að það myndi uppljóstra of miklu um söguþráðinn en þarna er allt í einu Hótel Borg, Bæjarins bestu, Breiðholt og Guðrún Sigurðsdóttir (ekki Sigurðardóttir heldur Sigurðsdóttir) og maðurinn hennar…Falkor! (Það var mjög spes eftir alla rannsóknarvinnuna sem virðist hafa farið í að endurskapa þarna Reykjavík áttunda áratugarins að skíra svo eina sögupersónununa, sem á að vera íslensk svo það sé á hreinu, eins fáránlegu og óíslensku nafni eins og Falkor!)

Ég var samt rosalega ánægð með þessa bók og hún verður pottþétt ofarlega á lista yfir uppáhaldsbækur ársins þegar kemur að svoleiðis.

Auglýsingar

Skildu eftir ummæli

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s